Enski boltinn

Svínaflensa herjar enn á Blackburn - Roberts nýjasta fórnarlambið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jason Roberts og Morten Gamst Pedersen.
Jason Roberts og Morten Gamst Pedersen. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn er ekki enn laust úr viðjum svínaflensunar sem herjað hefur á félagið síðustu daga.

Í byrjun vikunnar voru þrír leikmenn óleikfærir vegna flensunar og þá hefur einn læknir liðsins og knattspyrnustjórinn „Stóri" Sam Allardyce þurft að glíma við flensuna undanfarið.

Nýjasta fórnarlamb svínaflensunar hjá Blackburn er hins vegar framherjinn Jason Roberts og því getur hann ekki spilað leikinn gegn Manchester United um helgina.

„Ég er búinn að ná mér en útlit er fyrir að Jason verði frá í einhverja daga þar sem hann hefur einkenni svínaflensu og er því bara heima hjá sér," er haft eftir Allardyce á blaðamannafundi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×