Nú þegar er búið að draga í fyrstu umferð ensku deildabikarkeppninnar fyrir næsta keppnistímabil. Fjölmörg Íslendingalið voru með í hattinum.
Burton Albion komst upp úr ensku utandeildinni í vor og fær það erfiða verkefni að eiga við Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og félaga í Reading.
Newcastle og Middlesbrough féllu bæði úr ensku úrvalsdeildinni í haust en eru í hópi þeirra liða sem sitja hjá í fyrstu umferðinni. Lið úr ensku úrvalsdeildinni bætast ekki í hópinn fyrr en í annarri umferð, fyrir utan þau sem taka þátt í Evrópukeppnunum - þau koma inn í þriðju umferð.
West Brom féll einnig úr ensku úrvalsdeildinni í vor og mætir Bury í fyrstu umferð.
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry mæta Hartlepool. Þá taka lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe á móti Blackpool.
QPR, lið Heiðars Helgusonar, mætir Exeter á útivelli í fyrstu umferðinni.