Enski boltinn

Njáll Quinn hataði Steve Bruce

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ekki lengur fjandvinir heldur samstarfsfélagar.
Ekki lengur fjandvinir heldur samstarfsfélagar. Nordic Photos/Getty Images

Niall Quinn, stjórnarformaður Sunderland, hefur viðurkennt að hafa hatað Steve Bruce sem hann var að ráða sem knattspyrnustjóra félagsins.

Quinn hataði Bruce á þeim tíma sem þeir voru báðir leikmenn. Bruce þurfti oft að dekka Quinn og þar sem hæðarmunurinn er mikill á þeim félögum beitti Bruce ýmsum meðulum til þess að stöðva hann.

„Steve átti það til að komast upp með morð því hann var svo smávaxinn," sagði Quinn þegar hann rifjaði upp rimmur þeirra félaga.

„Dómararnir áttu það til að leyfa litlum miðvörðum að lemja svolítið á mér. Við mættumst líka í Manchester-leikjum og ég væri að ljúga ef ég segðist hafa borið virðingu fyrir honum. Mér líkaði alls ekki við hann," sagði Quinn.

„Aðalástæðan fyrir því að ég hataði hann var sú að hann var svo grjótharður. Hann gerði manni lífið ákaflega leitt. Við áttum það til að rífast en það er allt grafið og gleymt í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×