Fótbolti

Gazza mun deyja innan árs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gazza er fallinn af vagninum eina ferðina enn.
Gazza er fallinn af vagninum eina ferðina enn. Nordic Photos/Getty Images

Einn besti vinur Paul Gascoigne segir að hann muni deyja innan árs. Félaginn segir ástandið á Gazza vera verra en það var á George Best á sínum tíma.

Stephen Purdew rekur heilsulind og var vinur Best lengi og hefur einnig verið náinn Gazza lengi. Purdew spáði einmitt rétt fyrir um það hvenær Best myndi deyja sem eru ekki góð tíðindi fyrir Gazza sem er byrjaður að drekka á nýjan leik.

„Þetta er bara eins og ég sagði um George. Ef Paul tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun hann deyja innan árs. Það yrði harmleikur því Paul er góður maður," sagði Purdew.

„George var eldri en hann drakk bara. George reykti ekki og var að taka einhverjar töflur. Líffæri Paul munu aftur á móti hrynja algjörlega," sagði Purdew.

Hann kom Gazza í meðferð í janúar sem greinilega skilaði ekki sínu. Gazza skuldar honum pening sem og meðferðarstofnuninni.

Gazza hefur farið fimmtán sinnum í áfengismeðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×