Ólíklegt að Ríkisendurskoðun geti skoðað mál Guðlaugs Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. apríl 2009 10:43 Guðlaugur Þór Þórðarson sagðist vilja að Ríkisendurskoðun tæki störf sín út. Mynd/ Stefán. Vafi leikur á því hvort Ríkisendurskoðun sé heimilt að taka út störf Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns þann tíma sem hann starfaði sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór sendi frá sér í gær sagðist hann ætla að fara þess á leit við embættið að það tæki störf sín út. „Það er meginhlutverk Ríkisendurskoðunar að endurskoða ríkisreikning og reikninga þeirra sem hafa með höndum rekstur á vegum ríkisins. Það er ekki gert ráð fyrir því í lögum um Ríkisendurskoðun að hún hafi sérstakt hlutverk varðandi skoðun á reikningsskilum eða fjárhag sveitarfélaga eða stofnana sem eingöngu starfa á þeirra vegum," segir Trausti Fannar Valsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Trausti segir að það sé þó gert ráð fyrir að Ríkisendurskoðun geti komið að skoðun á reikningsskilum sveitarfélaga að því leyti sem þau varða starfsemi ríkisins og sveitarfélaganna. „Svona við fyrstu sýn virðist ekki vera sem það eigi við hér," segir Trausti Fannar. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í samtali við fréttastofu að honum hefði ekki borist erindi frá Guðlaugi. Hann vildi því ekki tjá sig um þetta mál að svo komnu. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Vill að Ríkisendurskoðun taki út störf sín Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar að fara þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún taki út störf sín sem stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór sendi Fréttastofu Sjónvarpsins í kvöld. 13. apríl 2009 19:15 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Vafi leikur á því hvort Ríkisendurskoðun sé heimilt að taka út störf Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns þann tíma sem hann starfaði sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór sendi frá sér í gær sagðist hann ætla að fara þess á leit við embættið að það tæki störf sín út. „Það er meginhlutverk Ríkisendurskoðunar að endurskoða ríkisreikning og reikninga þeirra sem hafa með höndum rekstur á vegum ríkisins. Það er ekki gert ráð fyrir því í lögum um Ríkisendurskoðun að hún hafi sérstakt hlutverk varðandi skoðun á reikningsskilum eða fjárhag sveitarfélaga eða stofnana sem eingöngu starfa á þeirra vegum," segir Trausti Fannar Valsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Trausti segir að það sé þó gert ráð fyrir að Ríkisendurskoðun geti komið að skoðun á reikningsskilum sveitarfélaga að því leyti sem þau varða starfsemi ríkisins og sveitarfélaganna. „Svona við fyrstu sýn virðist ekki vera sem það eigi við hér," segir Trausti Fannar. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í samtali við fréttastofu að honum hefði ekki borist erindi frá Guðlaugi. Hann vildi því ekki tjá sig um þetta mál að svo komnu.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Vill að Ríkisendurskoðun taki út störf sín Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar að fara þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún taki út störf sín sem stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór sendi Fréttastofu Sjónvarpsins í kvöld. 13. apríl 2009 19:15 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Vill að Ríkisendurskoðun taki út störf sín Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar að fara þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún taki út störf sín sem stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór sendi Fréttastofu Sjónvarpsins í kvöld. 13. apríl 2009 19:15