Enski boltinn

Aston Villa neitar sögusögnum um Owen

Ómar Þorgeirsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Nordic photos/Getty images

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem sögusögnum um að félagið sé búið að ganga frá samningi við Michael Owen er neitað en samningur framherjans við Newcastle er útrunninn.

„Knattspyrnustjórinn Martin O'Neill og Aston Villa neita sögusögnum þess efnis að Michael Owen hafi samþykkt tveggja ára samningi við félagið," segir í tilkynningu frá félaginu.

Breskir fjölmiðlar vildu meina að Owen hafi verið boðinn tveggja ára samningur sem myndi gefa honum um þrjár milljónir punda í vasann á ári.

Owen varð markahæstur hjá Newcastle á nýafstöðnu keppnistímabili með tíu mörk í deildinni þrátt fyrir að hafa misst mikið úr vegna meiðsla.

David Moyes er sagður vera að fylgjast vel með gangi mála hjá Owen og vill ólmur fá hann til liðs við Everton í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×