Enski boltinn

Zenden stefnir á endurkomu í ensku úrvalsdeildina

Ómar Þorgeirsson skrifar
Boudewijn Zenden.
Boudewijn Zenden. Nordic photos/AFP

Hollendingurinn Boudewijn Zenden sem gerði garðinn frægann með Chelsea, Middlesbrough og Liverpool á sínum tíma hefur staðfest að hann hafi hug á því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en leikmaðurinn er nú laus allra mála hjá Marseille.

Hinn 32 ára gamli Zenden hefur verið sterklega orðaður við Hull, Blackburn og Portsmouth síðustu daga og eitthvað gæti farið að gerast í þeim málum á næstu dögum.

„Það er rétt að þessi félög hafa sýnt mér áhuga og ég er í viðræðum við þau núna en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum ennþá. Það eru einnig fleiri félög sem hafa áhuga en ég vill helst snúa aftur til Englands og spila í úrvalsdeildinni.

Vonandi næ ég að ganga frá mínum málum fyrir 15. ágúst þegar deildarkeppnin hefst," sagði Zenden í samtali við Sky Sports fréttastofuna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×