Enski boltinn

Ashley vill 100 milljónir punda fyrir Newcastle

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mike Ashley.
Mike Ashley. Nordicphotos/AFP

Stjórn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle hefur staðfest að eigandinn Mike Ashley hafi sett 100 milljón punda verðmiða á félagið.

Ashley er búinn að vera að leita eftir því að selja félagið í þó nokkurn tíma en upphaflega sóttist hann eftir því að fá talsvert hærri upphæð fyrir félagið en núverandi verðmið hljóðar upp á. Félagið féll hins vegar sem kunnugt er úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu keppnistímabili.

Knattspyrnustjórinn Alan Shearer er sagður pirraður yfir stöðu mála þar sem framtíð hans hjá Newcastle mun að öllu óbreyttu ekki ráðast fyrr en Ashley selur félagið, en Shearer tók við stjórnartaumunum tímabundið í lok leiktíðar og vill halda áfram í starfinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×