Enski boltinn

Paul Scharner eftirsóttur - Vill fara frá Wigan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Paul Scharner
Paul Scharner Nordic photos/Getty images

Austurríkismaðurinn Paul Scharner hefur líst því yfir að hann vilji yfirgefa herbúðir Wigan til þess að taka næsta skref á ferli sínum en hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

„Tottenham, Everton og Fulham hafa áhuga á mér, sem og reyndar þýsku félögin Hertha og Hamburg en ég vill vera áfram á Englandi," segir Scharner í samtali við BZ am Sonntag.

Hinn tæplega tveggja metra hái Scharner hefur staðið sig vel hjá Wigan en hann hefur verið að spila ýmist í miðju varnar eða sem afturliggjandi miðjumaður.

Scharner lék með Brann frá 2004-2006 en þar áður var hann hjá Salzburg og Austria Vín í heimalandinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×