Enski boltinn

Neill að ganga í raðir Everton

Ómar Þorgeirsson skrifar
Lucas Neill.
Lucas Neill. Nordic photos/AFP
Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er varnarmaðurinn Lucas Neill loksins að fara að ná lendingu í sínum málum en hann hefur verið án félags síðan samningur hans við West Ham rann út í byrjun sumars.

Hinn 31 árs gamli Neill er búinn að vera í samningaviðræðum við Everton og ef allt gengur að óskum mun hann líklega ganga undir læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Hjá Everton hittir Neill fyrir góðvin sinn og landa Tim Cahill en þeir leika báðir með ástralska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×