Enski boltinn

Viðtalið við Ronaldo var skáldað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/Getty Images

Umboðsfyrirtæki Portúgalans Cristiano Ronaldo segir að viðtalið sem breska slúðurblaðið News of the World birti um helgina sé hreinn skáldskapur.

„Þar sem það er mikið búið að gera úr meintum orðum Ronaldos þá viljum við taka skýrt fram að Ronaldo hefur ekki gefið eitt einasta viðtal síðan hann fór í frí og allt þetta viðtal eru falskar lygar," segir í yfirlýsingu frá umboðsfyrirtækinu.

„Besti leikmaður heims er að slappa af með fjölskyldu sinni og mun ekki gefa nein viðtöl á næstu dögum heldur. Þar af leiðandi ber ekki að taka þessa lygasögu alvarlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×