Enski boltinn

Liverpool búið að vinna kapphlaupið um Glen Johnson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Glen Johnson.
Glen Johnson. Nordic photos/Getty images

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur staðfest að enski landsliðsmaðurinn Glen Johnson hefur skrifað undir samning við félagið en Liverpool og Chelsea voru bæði búin að ná samkomulagi við Portsmouth um kaupverðið sem talið er vera í kringum 18 milljónir punda.

„Við getum staðfest að nú rétt í þessu hefur Liverpool náð samkomulagi við Portsmouth og varnarmanninn Glen Johnson um að leikmaðurinn gangi í raðir Liverpool," segir í yfirlýsingu á opinberri heimasíðu Liverpool í dag.

Johnson eru fyrstu stóru kaup Liverpool í sumar en koma leikmannsins þykir benda til þess að Alvaro Arbeloa sé á förum frá Anfield.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×