Fótbolti

Atli Eðvaldsson orðaður við Hibernian

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari.
Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd/Hari

Atli Eðvaldsson er í dag orðaður við skoska úrvalsdeildarfélagið Hibernian í breskum fjölmiðlum.

Atli útskrifaðist nýlega með UEFA-Pro þjálfaragráðu frá námi á vegum þýska knattspyrnusambandsins og er því heimilt að þjálfa hvaða lið sem er.

Hann lék í átta tímabil í Þýskalandi og gerðist svo þjálfari þar sem hann stýrði nokkrum liðum hér á landi. Meðal annars gerði hann KR að Íslandsmeisturum árið 1999. Hann tók svo við þjálfun íslenska landsliðsins.

Bróðir Atla, Jóhannes Eðvaldsson, býr í Skotlandi en hann lék með Celtic á sínum tíma.

„Ég hef sannarlega áhuga á starfinu og þekki ég mikið til skoskrar knattspyrnu og hversu erfið deildin er þar," sagði Atli í samtali við skoska dagblaðið Daily Record.

Fjölmargir aðrir hafa verið orðaðir við stjórastöðu Hibs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×