Enski boltinn

Distin í stað Hyypia?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Distin í leik gegn Man. Utd.
Distin í leik gegn Man. Utd. Nordic Photos/Getty Images

Það hefur lítið farið fyrir slúðri í kringum Liverpool-liðið það sem af er sumri en þar á bæ eru menn samt vafalaust að vinna á bakvið tjöldin eins og annars staðar.

The Times greinir frá því í dag að félagið sé á höttunum eftir franska varnarmanninum Sylvain Distin hjá Portsmouth. Liverpool ku vera til í að greiða 2 milljónir punda fyrir leikmanninn sem myndi þá leysa Sami Hyypia af hólmi en hann er farinn til Þýskalands.

Distin á eitt ár eftir af samningi sínum við Portsmouth og því gæti Portsmouth verið til í að selja.

Talið er að Benitez, stjóri Liverpool, sé afar hrifinn af Distin sem hefur spilað mjög vel fyrir Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×