Börn hjálpa börnum á morgun 31. janúar 2008 21:32 Ólafur býður ABC barnahjálp árlega á Bessastaði. Söfnunin „Börn hjálpa börnum 2008" hefst á Bessastöðum klukkan hálf tólf í fyrramálið. Þá setur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, söfnunina formlega í viðurvist 24 barna úr 4. bekk Rimaskóla með því að láta framlag sitt í bauka barnanna. Söfnunin „Börn hjálpa börnum" er árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar og var fyrst sett af stað fyrir 10 árum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ABC. Í samskonar söfnun í fyrra söfnuðu íslensk börn rúmum 7 milljónum og fyrir það fé var byggð heimavist í Úganda fyrir 200 stúlkur. Auk þess var keyptur húsbúnaður til að setja upp heimavistaraðstöðu fyrir börn í Pakistan þar sem eru 360 börn í heimavistum ABC og á barnaheimili ABC í Kenýa þar sem eru um 200 börn. Í lok þeirrar söfnunar bætti utanríkisráðuneytið við 12 milljónum króna til að kaupa land undir frekari uppbyggingu skólastarfs ABC í Pakistan en núna eru átta ABC skólar með samtals 1800 börnum eru starfræktir. „Fyrir söfnunarféð sem safnast í ár er áætlað að byggja heimavist og skóla á nýja landinu í Pakistan auk heimilis fyrir götubörn í Kenýa, en þar er verið að ganga frá kaupum á landi fyrir skóla og heimili fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn. Staðið hefur til í nokkurn tíma að byggja skóla og heimili nokkuð fyrir utan Nairobi en ástandið undanfarnar vikur hefur gert málið enn brýnna þar sem fjöldi munaðarlausra og heimilislausra barna hefur stóraukist vegna styrjaldarástands í kjölfar forsetakosninganna. Börn munu ganga í hús með merkta og númeraða söfnunarbauka og mun allt fé sem safnast renna til byggingar heimavista og skóla í Pakistan og Kenýa. Söfnunin mun standa allan febrúarmánuð og er bankareikningur söfnunarinnar nr. 515-14-110 000, kt. 690688-1589. Auk söfnunar fjár til bygginga verður leitast við að fá fólk til að gerast stuðningsaðila barnanna sem hafa fengið skjól og tækifæri til náms á heimilum og skólum ABC. 1950 kr. á mánuði kostar að greiða fyrir skólagöngu barna með mat og læknisaðstoð, 3250 kr. á mánuði að greiða fyrir fulla framfærslu og menntun barns á heimavist eða heimili ABC. Hægt er að finna barn sem vantar stuðning á slóðinni www.abc.is, eða á skrifstofu ABC í Síðumúla 29. Einnig er hægt að hringja í s. 414-0990 og láta skrá sig sem stuðningsaðila barns" segir í tilkynningunni frá ABC barnahjálp. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Söfnunin „Börn hjálpa börnum 2008" hefst á Bessastöðum klukkan hálf tólf í fyrramálið. Þá setur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, söfnunina formlega í viðurvist 24 barna úr 4. bekk Rimaskóla með því að láta framlag sitt í bauka barnanna. Söfnunin „Börn hjálpa börnum" er árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar og var fyrst sett af stað fyrir 10 árum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ABC. Í samskonar söfnun í fyrra söfnuðu íslensk börn rúmum 7 milljónum og fyrir það fé var byggð heimavist í Úganda fyrir 200 stúlkur. Auk þess var keyptur húsbúnaður til að setja upp heimavistaraðstöðu fyrir börn í Pakistan þar sem eru 360 börn í heimavistum ABC og á barnaheimili ABC í Kenýa þar sem eru um 200 börn. Í lok þeirrar söfnunar bætti utanríkisráðuneytið við 12 milljónum króna til að kaupa land undir frekari uppbyggingu skólastarfs ABC í Pakistan en núna eru átta ABC skólar með samtals 1800 börnum eru starfræktir. „Fyrir söfnunarféð sem safnast í ár er áætlað að byggja heimavist og skóla á nýja landinu í Pakistan auk heimilis fyrir götubörn í Kenýa, en þar er verið að ganga frá kaupum á landi fyrir skóla og heimili fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn. Staðið hefur til í nokkurn tíma að byggja skóla og heimili nokkuð fyrir utan Nairobi en ástandið undanfarnar vikur hefur gert málið enn brýnna þar sem fjöldi munaðarlausra og heimilislausra barna hefur stóraukist vegna styrjaldarástands í kjölfar forsetakosninganna. Börn munu ganga í hús með merkta og númeraða söfnunarbauka og mun allt fé sem safnast renna til byggingar heimavista og skóla í Pakistan og Kenýa. Söfnunin mun standa allan febrúarmánuð og er bankareikningur söfnunarinnar nr. 515-14-110 000, kt. 690688-1589. Auk söfnunar fjár til bygginga verður leitast við að fá fólk til að gerast stuðningsaðila barnanna sem hafa fengið skjól og tækifæri til náms á heimilum og skólum ABC. 1950 kr. á mánuði kostar að greiða fyrir skólagöngu barna með mat og læknisaðstoð, 3250 kr. á mánuði að greiða fyrir fulla framfærslu og menntun barns á heimavist eða heimili ABC. Hægt er að finna barn sem vantar stuðning á slóðinni www.abc.is, eða á skrifstofu ABC í Síðumúla 29. Einnig er hægt að hringja í s. 414-0990 og láta skrá sig sem stuðningsaðila barns" segir í tilkynningunni frá ABC barnahjálp.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira