Meintur höfuðpaur í verksmiðjumáli afplánaði aðeins fjórðung dóms 18. október 2008 18:57 Grunaður höfuðpaur í fíkniefnaverksmiðjunni í Hafnarfirði var frjáls maður einu og hálfu ári eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sex ára fangelsi. Föðursystir hans vann hjá Fangelsismálastofnun og er sögð hafa beitt sér í hans þágu. Tindur Jónsson réðst með sveðju á ungan dreng í Garðabæ í október 2005. Hann sat í gæsluvarðhaldi allt þar til Hæstiréttur hafði lokið við að fjalla um mál hans en rétturinn dæmdi Tind í sex ára fangelsi. Sama dag var Tindur fluttur í lágmarksöryggisfangelsið að Kvíabryggju. Þetta þykir afar óvenjulegt enda fá fangar með jafnalvarlega dóma á bakinu ekki að fara á Kvíabryggju nema eftir að hafa sýnt sérstaklega góða hegðun í öryggisfangelsinu að Litla-Hrauni. Tindur var minna en eitt ár á Kvíbryggju. Eftir að hann hafði þar lokið stúdentsprófi fékk hann sérstakt leyfi til þess að flytja á áfangaheimilið Vernd í Reykavík og hefja nám í efnafræði. Heimildarmenn fréttastofu sem þekkja til í fangelsismálum segja algjört einsdæmi að maður með með svo þungan dóm á bakinu fá jafn ríflegar ívilnanir. Tindur eyddi síðasta vetri og síðasta sumri á Vernd en í samræmi við þau liðlegheit sem fangelismálayfirvöld höfðu sýnt honum fram að þessu var honum veitt reynslulausn í september síðastliðnum. Aðeins einu og hálfu ári eftir dæmdi hann í sex ára fangelsi fyrir árás sem hæglega hefði getað orðið fórnarlambi hans að bana. Fyrir þá sem börðust fyrir því að rétt væri að senda afbrotamann jafn skjótt aftur út í lífið og í tillfelli Tinds þá reyndist það þeim áfall þegar hann var handtekinn minna en mánuði eftir að hafa fengið frelsið aftur. Þá grunaður um að hafa nýtt sér efnafræðimenntun sem hann sótti sér á meðan hann afplánaði refsivistina til þess að setja á laggirnar eina af fullkomnustu dópverksmiðjum Evrópu. Ein af þeim sem sögð er hafa barist fyrir því að Tindur fengi að fljúga jafn fljótt í gegnum kerfið og Tindur er föðursystir hans. Allar meiriháttar ákvarðanir um refisvist Tinds voru teknar á meðan hún starfaði sem sérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Heimildarmenn fréttastofu segja að aðkoma föðursystur Tinds að málefnum litla frænda sína hafi valdið titringi hjá öðru starfsfólki Fangelsismálastofnunar. Föðursystirin er þar ekki lengur starfsmaður. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Grunaður höfuðpaur í fíkniefnaverksmiðjunni í Hafnarfirði var frjáls maður einu og hálfu ári eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sex ára fangelsi. Föðursystir hans vann hjá Fangelsismálastofnun og er sögð hafa beitt sér í hans þágu. Tindur Jónsson réðst með sveðju á ungan dreng í Garðabæ í október 2005. Hann sat í gæsluvarðhaldi allt þar til Hæstiréttur hafði lokið við að fjalla um mál hans en rétturinn dæmdi Tind í sex ára fangelsi. Sama dag var Tindur fluttur í lágmarksöryggisfangelsið að Kvíabryggju. Þetta þykir afar óvenjulegt enda fá fangar með jafnalvarlega dóma á bakinu ekki að fara á Kvíabryggju nema eftir að hafa sýnt sérstaklega góða hegðun í öryggisfangelsinu að Litla-Hrauni. Tindur var minna en eitt ár á Kvíbryggju. Eftir að hann hafði þar lokið stúdentsprófi fékk hann sérstakt leyfi til þess að flytja á áfangaheimilið Vernd í Reykavík og hefja nám í efnafræði. Heimildarmenn fréttastofu sem þekkja til í fangelsismálum segja algjört einsdæmi að maður með með svo þungan dóm á bakinu fá jafn ríflegar ívilnanir. Tindur eyddi síðasta vetri og síðasta sumri á Vernd en í samræmi við þau liðlegheit sem fangelismálayfirvöld höfðu sýnt honum fram að þessu var honum veitt reynslulausn í september síðastliðnum. Aðeins einu og hálfu ári eftir dæmdi hann í sex ára fangelsi fyrir árás sem hæglega hefði getað orðið fórnarlambi hans að bana. Fyrir þá sem börðust fyrir því að rétt væri að senda afbrotamann jafn skjótt aftur út í lífið og í tillfelli Tinds þá reyndist það þeim áfall þegar hann var handtekinn minna en mánuði eftir að hafa fengið frelsið aftur. Þá grunaður um að hafa nýtt sér efnafræðimenntun sem hann sótti sér á meðan hann afplánaði refsivistina til þess að setja á laggirnar eina af fullkomnustu dópverksmiðjum Evrópu. Ein af þeim sem sögð er hafa barist fyrir því að Tindur fengi að fljúga jafn fljótt í gegnum kerfið og Tindur er föðursystir hans. Allar meiriháttar ákvarðanir um refisvist Tinds voru teknar á meðan hún starfaði sem sérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Heimildarmenn fréttastofu segja að aðkoma föðursystur Tinds að málefnum litla frænda sína hafi valdið titringi hjá öðru starfsfólki Fangelsismálastofnunar. Föðursystirin er þar ekki lengur starfsmaður.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira