Arsenal steinlá heima - United burstaði Stoke 15. nóvember 2008 17:10 Arsenal tapaði í dag 2-0 á heimavelli fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United burstaði Stoke 5-0 og skaust í þriðja sætið. Tapið í dag er frekara áfall fyrir titilvonir Arsenal manna, en þeir eru nú níu stigum á eftir toppliði Liverpool. Aston Villa lék vel í dag og fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Theo Walcott braut á Ashley Young, en hann tók vítið sjálfur og lét Manuel Almunia verja frá sér. Það var franski varnarmaðurinn Gael Clichy sem kom Villa á bragðið með sjálfsmarki á 70. mínútu og tíu mínútum síðar kláraði Gabriel Agbonlahor leikinn með marki eftir skyndisókn. Arsenal fékk sín færi í leiknum en tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri á Manchester United fyrir viku. Ronaldo skoraði 100. markið Manchester United var ekki í miklum vandræðum með Stoke á heimavelli sínum og sigraði 5-0. Cristiano Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir liðið í dag þegar hann kom því yfir með marki úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur. Michael Carrick bætti við öðru marki rétt fyrir hlé og eftirleikurinn var meisturunum auðveldur. Dimitar Berbatov átti fínan leik og skoraði þriðja markið á 49. mínútu áður en hinn 17 ára gamli Danny Welbeck skoraði fjórða markið í sínum fyrsta deildarleik. Ronaldo bætti svo við öðru marki úr aukaspyrnu í blálokin. Glórulaus Gomes - Ævintýri Redknapp á enda Lærisveinar Harry Redknapp hjá Tottenham máttu þola sitt fyrsta tap undir hans stjórn í dag þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Fulham á útivelli. Segja má að leikmenn Tottenham hafi verið samkvæmari sjálfum sér í dag en undanfarið, því eftir mjög góð úrslit gegn liðum eins og Arsenal og Liverpool síðustu daga - steinlá liðið gegn lágt skrifuðu liði Fulham. Simon Davies, fyrrum leikmaður Tottenham, var skrifaður fyrir fyrsta marki Fulham í dag, en það lendir þó alfarið á reikning hins glórulausa Heurelho Gomes í markinu sem gerði enn ein mistökin. Andy Johnson kom Fulham í 2-0 áður en varamaðurinn Frazier Campbell minnkaði muninn í lokin og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir gestina. Drama hjá Wigan Leikur Newcastle og Wigan var nokkuð dramatískur þar sem gestirnir í Wigan tryggðu sér 2-2 jafntefli í blálokin þrátt fyrir að vera manni færri. Það var Titus Bramble af öllum mönnum sem tryggði jafnteflið með marki í lokin. Ryan Taylor kom Wigan yfir í leiknum eftir þrjár mínútur, en liðið missti Emerson Boyce af velli með rautt spjald á 55. mínútu. Michael Owen kom inn sem varamaður og jafnaði fyrir Newcastle þegar tíu mínútur voru til leiksloka og Obafemi Martins virtist hafa tryggt heimamönnum sigur áður en Bramble skemmdi fyrir fyrrum félögum sínum í lokin. Mikilvægur sigur hjá Sunderland Sunderland vann þýðingarmikinn 2-1 útisigur á Blackburn eftir að hafa verið undir 1-0 í halfleik. Christopher Samba kom Blackburn yfir á 43. mínútu en Kenwyne Jones jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo Djibril Cisse sem skoraði sigurmark Sunderland á 71. mínútu. West Ham hélt hreinu í fyrsta skipti í 25 leikjum Loks gerðu West Ham og Portsmouth 0-0 jafntefli á Upton Park þar sem Hermann Hreiðarsson sat allan tímann á bekknum hjá gestunum. Þetta var í fyrsta skipti á leiktíðinni sem West Ham hélt hreinu og raunar í fyrsta skipti í 25 deildarleikjum sem liðið fær ekki á sig mark. West Ham hefur ekki unnið sigur í síðustu sjö deildarleikjum. Portsmouth hefur ekki tapað leik á Upton Park frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Arsenal tapaði í dag 2-0 á heimavelli fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United burstaði Stoke 5-0 og skaust í þriðja sætið. Tapið í dag er frekara áfall fyrir titilvonir Arsenal manna, en þeir eru nú níu stigum á eftir toppliði Liverpool. Aston Villa lék vel í dag og fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Theo Walcott braut á Ashley Young, en hann tók vítið sjálfur og lét Manuel Almunia verja frá sér. Það var franski varnarmaðurinn Gael Clichy sem kom Villa á bragðið með sjálfsmarki á 70. mínútu og tíu mínútum síðar kláraði Gabriel Agbonlahor leikinn með marki eftir skyndisókn. Arsenal fékk sín færi í leiknum en tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri á Manchester United fyrir viku. Ronaldo skoraði 100. markið Manchester United var ekki í miklum vandræðum með Stoke á heimavelli sínum og sigraði 5-0. Cristiano Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir liðið í dag þegar hann kom því yfir með marki úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur. Michael Carrick bætti við öðru marki rétt fyrir hlé og eftirleikurinn var meisturunum auðveldur. Dimitar Berbatov átti fínan leik og skoraði þriðja markið á 49. mínútu áður en hinn 17 ára gamli Danny Welbeck skoraði fjórða markið í sínum fyrsta deildarleik. Ronaldo bætti svo við öðru marki úr aukaspyrnu í blálokin. Glórulaus Gomes - Ævintýri Redknapp á enda Lærisveinar Harry Redknapp hjá Tottenham máttu þola sitt fyrsta tap undir hans stjórn í dag þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Fulham á útivelli. Segja má að leikmenn Tottenham hafi verið samkvæmari sjálfum sér í dag en undanfarið, því eftir mjög góð úrslit gegn liðum eins og Arsenal og Liverpool síðustu daga - steinlá liðið gegn lágt skrifuðu liði Fulham. Simon Davies, fyrrum leikmaður Tottenham, var skrifaður fyrir fyrsta marki Fulham í dag, en það lendir þó alfarið á reikning hins glórulausa Heurelho Gomes í markinu sem gerði enn ein mistökin. Andy Johnson kom Fulham í 2-0 áður en varamaðurinn Frazier Campbell minnkaði muninn í lokin og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir gestina. Drama hjá Wigan Leikur Newcastle og Wigan var nokkuð dramatískur þar sem gestirnir í Wigan tryggðu sér 2-2 jafntefli í blálokin þrátt fyrir að vera manni færri. Það var Titus Bramble af öllum mönnum sem tryggði jafnteflið með marki í lokin. Ryan Taylor kom Wigan yfir í leiknum eftir þrjár mínútur, en liðið missti Emerson Boyce af velli með rautt spjald á 55. mínútu. Michael Owen kom inn sem varamaður og jafnaði fyrir Newcastle þegar tíu mínútur voru til leiksloka og Obafemi Martins virtist hafa tryggt heimamönnum sigur áður en Bramble skemmdi fyrir fyrrum félögum sínum í lokin. Mikilvægur sigur hjá Sunderland Sunderland vann þýðingarmikinn 2-1 útisigur á Blackburn eftir að hafa verið undir 1-0 í halfleik. Christopher Samba kom Blackburn yfir á 43. mínútu en Kenwyne Jones jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo Djibril Cisse sem skoraði sigurmark Sunderland á 71. mínútu. West Ham hélt hreinu í fyrsta skipti í 25 leikjum Loks gerðu West Ham og Portsmouth 0-0 jafntefli á Upton Park þar sem Hermann Hreiðarsson sat allan tímann á bekknum hjá gestunum. Þetta var í fyrsta skipti á leiktíðinni sem West Ham hélt hreinu og raunar í fyrsta skipti í 25 deildarleikjum sem liðið fær ekki á sig mark. West Ham hefur ekki unnið sigur í síðustu sjö deildarleikjum. Portsmouth hefur ekki tapað leik á Upton Park frá stofnun úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira