Dagvaktarliðið fer í fangelsi 1. desember 2008 07:00 Ragnar Bragason segir enga þreytu vera í hópnum sem gerði Dagvaktina og því sé um að gera að halda áfram. Þriðja þáttaröðin um þá Georg, Daníel og Pétur Jóhann verður gerð á næsta ári. Þriðja þáttaröðin um Georg, Daníel og Ólaf Ragnar verður að veruleika á næsta ári. Hefur þáttaröðin hlotið vinnuheitið Fangavaktin. Þetta staðfesti Ragnar Bragason leikstjóri við Fréttablaðið. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort þremenningarnir verði fangar, fangaverðir eða sitt lítið af hvoru. Síðasti þáttur Dagvaktarinnar fór í loftið í gærkvöldi en þáttaröðin er orðin ein sú vinsælasta í sögu Stöðvar 2. Það að þriðja þáttaröðin skuli vera á leiðinni í tökur verða að teljast nokkuð merkilegar fréttir. Ekki síst í ljósi þess að aðstandendur Dagvaktarinnar höfðu margoft lýst því yfir í fjölmiðlum að hún yrði sú síðasta í röðinni. „Nei, ég á ekki von á því að það verði gerðir fleiri þættir, þó að maður eigi svo sem aldrei að afskrifa neitt. Endirinn verður nokkuð afgerandi fyrir söguhetjurnar og það er ekkert sniðugt að blóðmjólka góða hluti," lét Ragnar Bragason hafa eftir sér í mars á þessu ári þegar Dagvaktin var á leið í tökur. En hvað skyldi svo hafa breyst tæplega níu mánuðum seinna? „Tja, það eru nú bara viðbrögð áhorfenda við Dagvaktinni sem hafa verið hreint út sagt ótrúleg," segir Ragnar og þvertekur fyrir að þarna búi að baki eitthvert peningaplokk. „Nei, maður er nú ekkert „in it for the money" í þessum bransa. Þessi hópur er bara ótrúlegur og það örlar ekki á neinni þreytu milli okkar. Við vildum því bara halda áfram," segir leikstjórinn og vill ekki viðurkenna að það hafi verið einhver mistök að halda því fram að Dagvaktin yrði sú síðasta. „Okkur grunaði bara aldrei að henni myndi takast að fylgja eftir vinsældum Næturvaktarinnar. Þetta æði hefur bara komið okkur algjörlega í opna skjöldu." Ragnar upplýsir að eftir að tökum á síðasta þættinum var lokið hafi vangaveltur um framhald farið af stað innan hópsins. Umræðan hélt síðan áfram fram eftir hausti. Í vetur voru menn orðnir nokkuð ákveðnir í að fara af stað með þriðju þáttaröðina. „Við horfðum líka til ástandsins í þjóðfélaginu um þessar mundir og okkur finnst okkur eiginlega renna blóðið til skyldunnar að skemmta fólki með þessum náungum sem þjóðin virðist af einhverjum óskiljanlegum ástæðum elska." Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Þriðja þáttaröðin um Georg, Daníel og Ólaf Ragnar verður að veruleika á næsta ári. Hefur þáttaröðin hlotið vinnuheitið Fangavaktin. Þetta staðfesti Ragnar Bragason leikstjóri við Fréttablaðið. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort þremenningarnir verði fangar, fangaverðir eða sitt lítið af hvoru. Síðasti þáttur Dagvaktarinnar fór í loftið í gærkvöldi en þáttaröðin er orðin ein sú vinsælasta í sögu Stöðvar 2. Það að þriðja þáttaröðin skuli vera á leiðinni í tökur verða að teljast nokkuð merkilegar fréttir. Ekki síst í ljósi þess að aðstandendur Dagvaktarinnar höfðu margoft lýst því yfir í fjölmiðlum að hún yrði sú síðasta í röðinni. „Nei, ég á ekki von á því að það verði gerðir fleiri þættir, þó að maður eigi svo sem aldrei að afskrifa neitt. Endirinn verður nokkuð afgerandi fyrir söguhetjurnar og það er ekkert sniðugt að blóðmjólka góða hluti," lét Ragnar Bragason hafa eftir sér í mars á þessu ári þegar Dagvaktin var á leið í tökur. En hvað skyldi svo hafa breyst tæplega níu mánuðum seinna? „Tja, það eru nú bara viðbrögð áhorfenda við Dagvaktinni sem hafa verið hreint út sagt ótrúleg," segir Ragnar og þvertekur fyrir að þarna búi að baki eitthvert peningaplokk. „Nei, maður er nú ekkert „in it for the money" í þessum bransa. Þessi hópur er bara ótrúlegur og það örlar ekki á neinni þreytu milli okkar. Við vildum því bara halda áfram," segir leikstjórinn og vill ekki viðurkenna að það hafi verið einhver mistök að halda því fram að Dagvaktin yrði sú síðasta. „Okkur grunaði bara aldrei að henni myndi takast að fylgja eftir vinsældum Næturvaktarinnar. Þetta æði hefur bara komið okkur algjörlega í opna skjöldu." Ragnar upplýsir að eftir að tökum á síðasta þættinum var lokið hafi vangaveltur um framhald farið af stað innan hópsins. Umræðan hélt síðan áfram fram eftir hausti. Í vetur voru menn orðnir nokkuð ákveðnir í að fara af stað með þriðju þáttaröðina. „Við horfðum líka til ástandsins í þjóðfélaginu um þessar mundir og okkur finnst okkur eiginlega renna blóðið til skyldunnar að skemmta fólki með þessum náungum sem þjóðin virðist af einhverjum óskiljanlegum ástæðum elska."
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira