Dagvaktarliðið fer í fangelsi 1. desember 2008 07:00 Ragnar Bragason segir enga þreytu vera í hópnum sem gerði Dagvaktina og því sé um að gera að halda áfram. Þriðja þáttaröðin um þá Georg, Daníel og Pétur Jóhann verður gerð á næsta ári. Þriðja þáttaröðin um Georg, Daníel og Ólaf Ragnar verður að veruleika á næsta ári. Hefur þáttaröðin hlotið vinnuheitið Fangavaktin. Þetta staðfesti Ragnar Bragason leikstjóri við Fréttablaðið. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort þremenningarnir verði fangar, fangaverðir eða sitt lítið af hvoru. Síðasti þáttur Dagvaktarinnar fór í loftið í gærkvöldi en þáttaröðin er orðin ein sú vinsælasta í sögu Stöðvar 2. Það að þriðja þáttaröðin skuli vera á leiðinni í tökur verða að teljast nokkuð merkilegar fréttir. Ekki síst í ljósi þess að aðstandendur Dagvaktarinnar höfðu margoft lýst því yfir í fjölmiðlum að hún yrði sú síðasta í röðinni. „Nei, ég á ekki von á því að það verði gerðir fleiri þættir, þó að maður eigi svo sem aldrei að afskrifa neitt. Endirinn verður nokkuð afgerandi fyrir söguhetjurnar og það er ekkert sniðugt að blóðmjólka góða hluti," lét Ragnar Bragason hafa eftir sér í mars á þessu ári þegar Dagvaktin var á leið í tökur. En hvað skyldi svo hafa breyst tæplega níu mánuðum seinna? „Tja, það eru nú bara viðbrögð áhorfenda við Dagvaktinni sem hafa verið hreint út sagt ótrúleg," segir Ragnar og þvertekur fyrir að þarna búi að baki eitthvert peningaplokk. „Nei, maður er nú ekkert „in it for the money" í þessum bransa. Þessi hópur er bara ótrúlegur og það örlar ekki á neinni þreytu milli okkar. Við vildum því bara halda áfram," segir leikstjórinn og vill ekki viðurkenna að það hafi verið einhver mistök að halda því fram að Dagvaktin yrði sú síðasta. „Okkur grunaði bara aldrei að henni myndi takast að fylgja eftir vinsældum Næturvaktarinnar. Þetta æði hefur bara komið okkur algjörlega í opna skjöldu." Ragnar upplýsir að eftir að tökum á síðasta þættinum var lokið hafi vangaveltur um framhald farið af stað innan hópsins. Umræðan hélt síðan áfram fram eftir hausti. Í vetur voru menn orðnir nokkuð ákveðnir í að fara af stað með þriðju þáttaröðina. „Við horfðum líka til ástandsins í þjóðfélaginu um þessar mundir og okkur finnst okkur eiginlega renna blóðið til skyldunnar að skemmta fólki með þessum náungum sem þjóðin virðist af einhverjum óskiljanlegum ástæðum elska." Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Þriðja þáttaröðin um Georg, Daníel og Ólaf Ragnar verður að veruleika á næsta ári. Hefur þáttaröðin hlotið vinnuheitið Fangavaktin. Þetta staðfesti Ragnar Bragason leikstjóri við Fréttablaðið. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort þremenningarnir verði fangar, fangaverðir eða sitt lítið af hvoru. Síðasti þáttur Dagvaktarinnar fór í loftið í gærkvöldi en þáttaröðin er orðin ein sú vinsælasta í sögu Stöðvar 2. Það að þriðja þáttaröðin skuli vera á leiðinni í tökur verða að teljast nokkuð merkilegar fréttir. Ekki síst í ljósi þess að aðstandendur Dagvaktarinnar höfðu margoft lýst því yfir í fjölmiðlum að hún yrði sú síðasta í röðinni. „Nei, ég á ekki von á því að það verði gerðir fleiri þættir, þó að maður eigi svo sem aldrei að afskrifa neitt. Endirinn verður nokkuð afgerandi fyrir söguhetjurnar og það er ekkert sniðugt að blóðmjólka góða hluti," lét Ragnar Bragason hafa eftir sér í mars á þessu ári þegar Dagvaktin var á leið í tökur. En hvað skyldi svo hafa breyst tæplega níu mánuðum seinna? „Tja, það eru nú bara viðbrögð áhorfenda við Dagvaktinni sem hafa verið hreint út sagt ótrúleg," segir Ragnar og þvertekur fyrir að þarna búi að baki eitthvert peningaplokk. „Nei, maður er nú ekkert „in it for the money" í þessum bransa. Þessi hópur er bara ótrúlegur og það örlar ekki á neinni þreytu milli okkar. Við vildum því bara halda áfram," segir leikstjórinn og vill ekki viðurkenna að það hafi verið einhver mistök að halda því fram að Dagvaktin yrði sú síðasta. „Okkur grunaði bara aldrei að henni myndi takast að fylgja eftir vinsældum Næturvaktarinnar. Þetta æði hefur bara komið okkur algjörlega í opna skjöldu." Ragnar upplýsir að eftir að tökum á síðasta þættinum var lokið hafi vangaveltur um framhald farið af stað innan hópsins. Umræðan hélt síðan áfram fram eftir hausti. Í vetur voru menn orðnir nokkuð ákveðnir í að fara af stað með þriðju þáttaröðina. „Við horfðum líka til ástandsins í þjóðfélaginu um þessar mundir og okkur finnst okkur eiginlega renna blóðið til skyldunnar að skemmta fólki með þessum náungum sem þjóðin virðist af einhverjum óskiljanlegum ástæðum elska."
Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira