Dagvaktarliðið fer í fangelsi 1. desember 2008 07:00 Ragnar Bragason segir enga þreytu vera í hópnum sem gerði Dagvaktina og því sé um að gera að halda áfram. Þriðja þáttaröðin um þá Georg, Daníel og Pétur Jóhann verður gerð á næsta ári. Þriðja þáttaröðin um Georg, Daníel og Ólaf Ragnar verður að veruleika á næsta ári. Hefur þáttaröðin hlotið vinnuheitið Fangavaktin. Þetta staðfesti Ragnar Bragason leikstjóri við Fréttablaðið. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort þremenningarnir verði fangar, fangaverðir eða sitt lítið af hvoru. Síðasti þáttur Dagvaktarinnar fór í loftið í gærkvöldi en þáttaröðin er orðin ein sú vinsælasta í sögu Stöðvar 2. Það að þriðja þáttaröðin skuli vera á leiðinni í tökur verða að teljast nokkuð merkilegar fréttir. Ekki síst í ljósi þess að aðstandendur Dagvaktarinnar höfðu margoft lýst því yfir í fjölmiðlum að hún yrði sú síðasta í röðinni. „Nei, ég á ekki von á því að það verði gerðir fleiri þættir, þó að maður eigi svo sem aldrei að afskrifa neitt. Endirinn verður nokkuð afgerandi fyrir söguhetjurnar og það er ekkert sniðugt að blóðmjólka góða hluti," lét Ragnar Bragason hafa eftir sér í mars á þessu ári þegar Dagvaktin var á leið í tökur. En hvað skyldi svo hafa breyst tæplega níu mánuðum seinna? „Tja, það eru nú bara viðbrögð áhorfenda við Dagvaktinni sem hafa verið hreint út sagt ótrúleg," segir Ragnar og þvertekur fyrir að þarna búi að baki eitthvert peningaplokk. „Nei, maður er nú ekkert „in it for the money" í þessum bransa. Þessi hópur er bara ótrúlegur og það örlar ekki á neinni þreytu milli okkar. Við vildum því bara halda áfram," segir leikstjórinn og vill ekki viðurkenna að það hafi verið einhver mistök að halda því fram að Dagvaktin yrði sú síðasta. „Okkur grunaði bara aldrei að henni myndi takast að fylgja eftir vinsældum Næturvaktarinnar. Þetta æði hefur bara komið okkur algjörlega í opna skjöldu." Ragnar upplýsir að eftir að tökum á síðasta þættinum var lokið hafi vangaveltur um framhald farið af stað innan hópsins. Umræðan hélt síðan áfram fram eftir hausti. Í vetur voru menn orðnir nokkuð ákveðnir í að fara af stað með þriðju þáttaröðina. „Við horfðum líka til ástandsins í þjóðfélaginu um þessar mundir og okkur finnst okkur eiginlega renna blóðið til skyldunnar að skemmta fólki með þessum náungum sem þjóðin virðist af einhverjum óskiljanlegum ástæðum elska." Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Sjá meira
Þriðja þáttaröðin um Georg, Daníel og Ólaf Ragnar verður að veruleika á næsta ári. Hefur þáttaröðin hlotið vinnuheitið Fangavaktin. Þetta staðfesti Ragnar Bragason leikstjóri við Fréttablaðið. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort þremenningarnir verði fangar, fangaverðir eða sitt lítið af hvoru. Síðasti þáttur Dagvaktarinnar fór í loftið í gærkvöldi en þáttaröðin er orðin ein sú vinsælasta í sögu Stöðvar 2. Það að þriðja þáttaröðin skuli vera á leiðinni í tökur verða að teljast nokkuð merkilegar fréttir. Ekki síst í ljósi þess að aðstandendur Dagvaktarinnar höfðu margoft lýst því yfir í fjölmiðlum að hún yrði sú síðasta í röðinni. „Nei, ég á ekki von á því að það verði gerðir fleiri þættir, þó að maður eigi svo sem aldrei að afskrifa neitt. Endirinn verður nokkuð afgerandi fyrir söguhetjurnar og það er ekkert sniðugt að blóðmjólka góða hluti," lét Ragnar Bragason hafa eftir sér í mars á þessu ári þegar Dagvaktin var á leið í tökur. En hvað skyldi svo hafa breyst tæplega níu mánuðum seinna? „Tja, það eru nú bara viðbrögð áhorfenda við Dagvaktinni sem hafa verið hreint út sagt ótrúleg," segir Ragnar og þvertekur fyrir að þarna búi að baki eitthvert peningaplokk. „Nei, maður er nú ekkert „in it for the money" í þessum bransa. Þessi hópur er bara ótrúlegur og það örlar ekki á neinni þreytu milli okkar. Við vildum því bara halda áfram," segir leikstjórinn og vill ekki viðurkenna að það hafi verið einhver mistök að halda því fram að Dagvaktin yrði sú síðasta. „Okkur grunaði bara aldrei að henni myndi takast að fylgja eftir vinsældum Næturvaktarinnar. Þetta æði hefur bara komið okkur algjörlega í opna skjöldu." Ragnar upplýsir að eftir að tökum á síðasta þættinum var lokið hafi vangaveltur um framhald farið af stað innan hópsins. Umræðan hélt síðan áfram fram eftir hausti. Í vetur voru menn orðnir nokkuð ákveðnir í að fara af stað með þriðju þáttaröðina. „Við horfðum líka til ástandsins í þjóðfélaginu um þessar mundir og okkur finnst okkur eiginlega renna blóðið til skyldunnar að skemmta fólki með þessum náungum sem þjóðin virðist af einhverjum óskiljanlegum ástæðum elska."
Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Sjá meira