Dagvaktarliðið fer í fangelsi 1. desember 2008 07:00 Ragnar Bragason segir enga þreytu vera í hópnum sem gerði Dagvaktina og því sé um að gera að halda áfram. Þriðja þáttaröðin um þá Georg, Daníel og Pétur Jóhann verður gerð á næsta ári. Þriðja þáttaröðin um Georg, Daníel og Ólaf Ragnar verður að veruleika á næsta ári. Hefur þáttaröðin hlotið vinnuheitið Fangavaktin. Þetta staðfesti Ragnar Bragason leikstjóri við Fréttablaðið. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort þremenningarnir verði fangar, fangaverðir eða sitt lítið af hvoru. Síðasti þáttur Dagvaktarinnar fór í loftið í gærkvöldi en þáttaröðin er orðin ein sú vinsælasta í sögu Stöðvar 2. Það að þriðja þáttaröðin skuli vera á leiðinni í tökur verða að teljast nokkuð merkilegar fréttir. Ekki síst í ljósi þess að aðstandendur Dagvaktarinnar höfðu margoft lýst því yfir í fjölmiðlum að hún yrði sú síðasta í röðinni. „Nei, ég á ekki von á því að það verði gerðir fleiri þættir, þó að maður eigi svo sem aldrei að afskrifa neitt. Endirinn verður nokkuð afgerandi fyrir söguhetjurnar og það er ekkert sniðugt að blóðmjólka góða hluti," lét Ragnar Bragason hafa eftir sér í mars á þessu ári þegar Dagvaktin var á leið í tökur. En hvað skyldi svo hafa breyst tæplega níu mánuðum seinna? „Tja, það eru nú bara viðbrögð áhorfenda við Dagvaktinni sem hafa verið hreint út sagt ótrúleg," segir Ragnar og þvertekur fyrir að þarna búi að baki eitthvert peningaplokk. „Nei, maður er nú ekkert „in it for the money" í þessum bransa. Þessi hópur er bara ótrúlegur og það örlar ekki á neinni þreytu milli okkar. Við vildum því bara halda áfram," segir leikstjórinn og vill ekki viðurkenna að það hafi verið einhver mistök að halda því fram að Dagvaktin yrði sú síðasta. „Okkur grunaði bara aldrei að henni myndi takast að fylgja eftir vinsældum Næturvaktarinnar. Þetta æði hefur bara komið okkur algjörlega í opna skjöldu." Ragnar upplýsir að eftir að tökum á síðasta þættinum var lokið hafi vangaveltur um framhald farið af stað innan hópsins. Umræðan hélt síðan áfram fram eftir hausti. Í vetur voru menn orðnir nokkuð ákveðnir í að fara af stað með þriðju þáttaröðina. „Við horfðum líka til ástandsins í þjóðfélaginu um þessar mundir og okkur finnst okkur eiginlega renna blóðið til skyldunnar að skemmta fólki með þessum náungum sem þjóðin virðist af einhverjum óskiljanlegum ástæðum elska." Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Robert Redford er látinn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Þriðja þáttaröðin um Georg, Daníel og Ólaf Ragnar verður að veruleika á næsta ári. Hefur þáttaröðin hlotið vinnuheitið Fangavaktin. Þetta staðfesti Ragnar Bragason leikstjóri við Fréttablaðið. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort þremenningarnir verði fangar, fangaverðir eða sitt lítið af hvoru. Síðasti þáttur Dagvaktarinnar fór í loftið í gærkvöldi en þáttaröðin er orðin ein sú vinsælasta í sögu Stöðvar 2. Það að þriðja þáttaröðin skuli vera á leiðinni í tökur verða að teljast nokkuð merkilegar fréttir. Ekki síst í ljósi þess að aðstandendur Dagvaktarinnar höfðu margoft lýst því yfir í fjölmiðlum að hún yrði sú síðasta í röðinni. „Nei, ég á ekki von á því að það verði gerðir fleiri þættir, þó að maður eigi svo sem aldrei að afskrifa neitt. Endirinn verður nokkuð afgerandi fyrir söguhetjurnar og það er ekkert sniðugt að blóðmjólka góða hluti," lét Ragnar Bragason hafa eftir sér í mars á þessu ári þegar Dagvaktin var á leið í tökur. En hvað skyldi svo hafa breyst tæplega níu mánuðum seinna? „Tja, það eru nú bara viðbrögð áhorfenda við Dagvaktinni sem hafa verið hreint út sagt ótrúleg," segir Ragnar og þvertekur fyrir að þarna búi að baki eitthvert peningaplokk. „Nei, maður er nú ekkert „in it for the money" í þessum bransa. Þessi hópur er bara ótrúlegur og það örlar ekki á neinni þreytu milli okkar. Við vildum því bara halda áfram," segir leikstjórinn og vill ekki viðurkenna að það hafi verið einhver mistök að halda því fram að Dagvaktin yrði sú síðasta. „Okkur grunaði bara aldrei að henni myndi takast að fylgja eftir vinsældum Næturvaktarinnar. Þetta æði hefur bara komið okkur algjörlega í opna skjöldu." Ragnar upplýsir að eftir að tökum á síðasta þættinum var lokið hafi vangaveltur um framhald farið af stað innan hópsins. Umræðan hélt síðan áfram fram eftir hausti. Í vetur voru menn orðnir nokkuð ákveðnir í að fara af stað með þriðju þáttaröðina. „Við horfðum líka til ástandsins í þjóðfélaginu um þessar mundir og okkur finnst okkur eiginlega renna blóðið til skyldunnar að skemmta fólki með þessum náungum sem þjóðin virðist af einhverjum óskiljanlegum ástæðum elska."
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Robert Redford er látinn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira