Innlent

Sjálfstæðismenn funda í Ráðhúsinu

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Ráðhúsinu í hádeginu. Um hefðbundin fund borgarstjórnarflokksins er að ræða sem yfirleitt er haldinn á þessum tíma.

Þó má leiða að því líkur að því að farið verði yfir stöðu Vilhjálms Þórmunds Vilhjálmssonar, oddvita flokksins í borginni.

Mikið hefur verið rætt um hvað Vilhjálmur hyggist gera í ljósi skýrslu stýrihópsins um málefni REI og einnig vegna ummæla hans í Kastljósinu í síððustu viku. Þar sagðist hann hafa rætt við borgarlögmann um umboð sitt en breytti því síðar í fyrrverandi borgarlögmann.

Samkvæmt Fréttablaðinu hafa bæði Geir Haarde og Davíð Oddsson rætt við Vilhjálm vegna málsins um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×