Innlent

Engin afeitrunarstöð á Litla-Hrauni

Vísir leitaði viðbragða Afstöðu, félags fanga, við fréttum um að dánarorsök fangans sem lést á Litla-Hrauni seinni part síðasta árs hafi verið Meþadoneitrun. Meþadon er gefið þeim sem eru að jafna sig á contalgen og heróínfíkn en fanginn sem um ræðir hafði verið inn á Litla-Hrauni í um 10 ár.

Í kjölfarið sendi Afstaða Vísi þessa tilkynningu:

Afstaða treystir sér ekki til að fjalla um dauða fangans með

hlutlausum hætti. Á milli hins látna og fjölmargra fanga, þar á meðal

fanga í stjórn Afstöðu, ríkti góð vinátta og því gætu

tilfinningatengsl hæglega haft áhrif á viðbrögð Afstöðu. Þar fyrir

utan telur félagið rétt að bíða niðurstöðu lögreglurannsóknar áður en

hugað verður að viðbrögðum.

Hins vegar getur Afstaða upplýst um það að engin afeitrunarstöð eða

sjúkrarúm eru á Litla-Hrauni. Eftirlit með veikum föngum er í höndum

lækna, hjúkrunarfræðinga og fagnavarða en hvernig það nákvæmlega fer

fram þekkir félagið ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×