Gósentíð hjá hnökkunum Dr. Gunni skrifar 23. apríl 2008 05:00 Danstónlistin vinsælli en rokkið. Svali á FM957 man tímana tvenna enda með elstu hnökkum landsins. Vísir/Pjetur Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum. „Já, það er gósentíð og okkur gengur vel,“ segir Svali á FM. Hann man tímana tvenna enda elsti starfsmaður stöðvarinnar, hefur verið með síðan 1991. „X-ið var lengi álíka vinsælt og við í könnunum. Ég held að núna sé bara tímabil sem líkist því sem var í gangi sirka 1993 þegar Prodigy var að koma upp. Danstónlistin er einfaldlega vinsælli en rokkið núna. En þetta á örugglega eftir að breytast eins og gerðist á sínum tíma. Ég spái rokksveiflu aftur eftir tvö ár.“ Svali telur skýringuna líka geta legið í því að rokkarar og hnakkar eru ólíkar manngerðir. „Rokkarar eru jaðarhópur sem er erfiðara að selja auglýsingar. Og án auglýsinga er minna lagt í útvarpsstöðina þína. Rokkarar eru minna uppteknir af neyslunni. Þeir eru sjálfum sér nógir og láta ekki segja sér hvað er vinsælt eða hvað á að verða vinsælt næst. Áherslur okkar hóps eru á öðrum sviðum. Okkar fólki finnst bara þægilegt að vera matað á vinsælli músik en hefur í staðinn mun sterkari skoðanir á því hvar það á að kaupa jakkann sinn.“ Hlustendaverðlaun FM957 fara fram laugardaginn 3. maí. Mikið verður um dýrðir og þessa dagana getur almenningur kosið á milli flytjenda á heimasíðunni fm957.is. Þetta eru því mun lýðræðislegri verðlaun en Hin íslensku tónlistarverðlaun. Svali segir viðbrögðin „rosafín“. Svo eru það tónleikarnir. Fedde Le Grand heldur uppi stuðinu í kvöld á Broadway. Þessi hollenski plötusnúður og lagahöfundur hefur átt þrjú topplög á FM957 og er því sannarlega aufúsugestur. Næsti stórhnakki til að heiðra klakann er svo hinn sænski Eric Prydz en hann er frægastur fyrir „eróbikmyndbandið“ við smellinn Call on Me. Mercedez Club hafði þetta vídeó ekki síst í huga þegar „kynþokkafyllsta myndband í heimi“ var búið til. Eric verður á Broadway 17. maí. Sem sagt, brjálæðislega góðir tímar fyrir hnakkana! Hlustendaverðlaunin Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum. „Já, það er gósentíð og okkur gengur vel,“ segir Svali á FM. Hann man tímana tvenna enda elsti starfsmaður stöðvarinnar, hefur verið með síðan 1991. „X-ið var lengi álíka vinsælt og við í könnunum. Ég held að núna sé bara tímabil sem líkist því sem var í gangi sirka 1993 þegar Prodigy var að koma upp. Danstónlistin er einfaldlega vinsælli en rokkið núna. En þetta á örugglega eftir að breytast eins og gerðist á sínum tíma. Ég spái rokksveiflu aftur eftir tvö ár.“ Svali telur skýringuna líka geta legið í því að rokkarar og hnakkar eru ólíkar manngerðir. „Rokkarar eru jaðarhópur sem er erfiðara að selja auglýsingar. Og án auglýsinga er minna lagt í útvarpsstöðina þína. Rokkarar eru minna uppteknir af neyslunni. Þeir eru sjálfum sér nógir og láta ekki segja sér hvað er vinsælt eða hvað á að verða vinsælt næst. Áherslur okkar hóps eru á öðrum sviðum. Okkar fólki finnst bara þægilegt að vera matað á vinsælli músik en hefur í staðinn mun sterkari skoðanir á því hvar það á að kaupa jakkann sinn.“ Hlustendaverðlaun FM957 fara fram laugardaginn 3. maí. Mikið verður um dýrðir og þessa dagana getur almenningur kosið á milli flytjenda á heimasíðunni fm957.is. Þetta eru því mun lýðræðislegri verðlaun en Hin íslensku tónlistarverðlaun. Svali segir viðbrögðin „rosafín“. Svo eru það tónleikarnir. Fedde Le Grand heldur uppi stuðinu í kvöld á Broadway. Þessi hollenski plötusnúður og lagahöfundur hefur átt þrjú topplög á FM957 og er því sannarlega aufúsugestur. Næsti stórhnakki til að heiðra klakann er svo hinn sænski Eric Prydz en hann er frægastur fyrir „eróbikmyndbandið“ við smellinn Call on Me. Mercedez Club hafði þetta vídeó ekki síst í huga þegar „kynþokkafyllsta myndband í heimi“ var búið til. Eric verður á Broadway 17. maí. Sem sagt, brjálæðislega góðir tímar fyrir hnakkana!
Hlustendaverðlaunin Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira