Gósentíð hjá hnökkunum Dr. Gunni skrifar 23. apríl 2008 05:00 Danstónlistin vinsælli en rokkið. Svali á FM957 man tímana tvenna enda með elstu hnökkum landsins. Vísir/Pjetur Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum. „Já, það er gósentíð og okkur gengur vel,“ segir Svali á FM. Hann man tímana tvenna enda elsti starfsmaður stöðvarinnar, hefur verið með síðan 1991. „X-ið var lengi álíka vinsælt og við í könnunum. Ég held að núna sé bara tímabil sem líkist því sem var í gangi sirka 1993 þegar Prodigy var að koma upp. Danstónlistin er einfaldlega vinsælli en rokkið núna. En þetta á örugglega eftir að breytast eins og gerðist á sínum tíma. Ég spái rokksveiflu aftur eftir tvö ár.“ Svali telur skýringuna líka geta legið í því að rokkarar og hnakkar eru ólíkar manngerðir. „Rokkarar eru jaðarhópur sem er erfiðara að selja auglýsingar. Og án auglýsinga er minna lagt í útvarpsstöðina þína. Rokkarar eru minna uppteknir af neyslunni. Þeir eru sjálfum sér nógir og láta ekki segja sér hvað er vinsælt eða hvað á að verða vinsælt næst. Áherslur okkar hóps eru á öðrum sviðum. Okkar fólki finnst bara þægilegt að vera matað á vinsælli músik en hefur í staðinn mun sterkari skoðanir á því hvar það á að kaupa jakkann sinn.“ Hlustendaverðlaun FM957 fara fram laugardaginn 3. maí. Mikið verður um dýrðir og þessa dagana getur almenningur kosið á milli flytjenda á heimasíðunni fm957.is. Þetta eru því mun lýðræðislegri verðlaun en Hin íslensku tónlistarverðlaun. Svali segir viðbrögðin „rosafín“. Svo eru það tónleikarnir. Fedde Le Grand heldur uppi stuðinu í kvöld á Broadway. Þessi hollenski plötusnúður og lagahöfundur hefur átt þrjú topplög á FM957 og er því sannarlega aufúsugestur. Næsti stórhnakki til að heiðra klakann er svo hinn sænski Eric Prydz en hann er frægastur fyrir „eróbikmyndbandið“ við smellinn Call on Me. Mercedez Club hafði þetta vídeó ekki síst í huga þegar „kynþokkafyllsta myndband í heimi“ var búið til. Eric verður á Broadway 17. maí. Sem sagt, brjálæðislega góðir tímar fyrir hnakkana! Hlustendaverðlaunin Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum. „Já, það er gósentíð og okkur gengur vel,“ segir Svali á FM. Hann man tímana tvenna enda elsti starfsmaður stöðvarinnar, hefur verið með síðan 1991. „X-ið var lengi álíka vinsælt og við í könnunum. Ég held að núna sé bara tímabil sem líkist því sem var í gangi sirka 1993 þegar Prodigy var að koma upp. Danstónlistin er einfaldlega vinsælli en rokkið núna. En þetta á örugglega eftir að breytast eins og gerðist á sínum tíma. Ég spái rokksveiflu aftur eftir tvö ár.“ Svali telur skýringuna líka geta legið í því að rokkarar og hnakkar eru ólíkar manngerðir. „Rokkarar eru jaðarhópur sem er erfiðara að selja auglýsingar. Og án auglýsinga er minna lagt í útvarpsstöðina þína. Rokkarar eru minna uppteknir af neyslunni. Þeir eru sjálfum sér nógir og láta ekki segja sér hvað er vinsælt eða hvað á að verða vinsælt næst. Áherslur okkar hóps eru á öðrum sviðum. Okkar fólki finnst bara þægilegt að vera matað á vinsælli músik en hefur í staðinn mun sterkari skoðanir á því hvar það á að kaupa jakkann sinn.“ Hlustendaverðlaun FM957 fara fram laugardaginn 3. maí. Mikið verður um dýrðir og þessa dagana getur almenningur kosið á milli flytjenda á heimasíðunni fm957.is. Þetta eru því mun lýðræðislegri verðlaun en Hin íslensku tónlistarverðlaun. Svali segir viðbrögðin „rosafín“. Svo eru það tónleikarnir. Fedde Le Grand heldur uppi stuðinu í kvöld á Broadway. Þessi hollenski plötusnúður og lagahöfundur hefur átt þrjú topplög á FM957 og er því sannarlega aufúsugestur. Næsti stórhnakki til að heiðra klakann er svo hinn sænski Eric Prydz en hann er frægastur fyrir „eróbikmyndbandið“ við smellinn Call on Me. Mercedez Club hafði þetta vídeó ekki síst í huga þegar „kynþokkafyllsta myndband í heimi“ var búið til. Eric verður á Broadway 17. maí. Sem sagt, brjálæðislega góðir tímar fyrir hnakkana!
Hlustendaverðlaunin Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira