„Ég er enginn kynþáttahatari“ Breki Logason skrifar 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór Hafsteinsson „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sakaði Magnús um kynþáttahatur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Magnús ætlar ekki að sitja undir þessum ásökunum og hyggst hafa samband við lögmann. Björk sagði að í ljósi þess að Magnúsi hefur komið til Palestínu og kynnt sér málefni flóttafólks gæti hann ekki brugðið fyrir sig fáfræði. „Því hljóta þetta að vera aðrar hvatir," sagði Björk og var spurði í kjölfarið hvort hún ætti við kynþáttahatur. „Já,já það er bara kynþáttahatur." Aðdragandi þessara orða Bjarkar snerta hugsanlega komu 50 flóttamanna frá Palestínu hingað til lands en biðlað var til Akranesbæjar að taka á móti þeim. Magnús hefur sett spurningarmeki við komu þessara flóttamanna enda sé velferðarkerfið á Akranesi nú þegar útþanið. „Mér þætti vænt um að heyra rök fyrir þessum orðum hennar og ætla að hafa samband við lögmann vegna þeirra. Ég ætla ekkert að sitja undir því að annar stjórnmálamaður kalli mig kynþáttahatara," segir Magnús sem er til í að skoða fjárstuðning frá sveitarfélaginu á alþjóðavettvangi. „Ég er einnig til í að skoða það að taka á móti flóttamönnum en undirbúningstíminn verður að vera miklu lengri." Björk sagði einnig í morgun að Magnús væri að vinna gegn stefnu Frjálslyndaflokksins þar sem í henni kæmi fram að það eigi að taka á móti flóttafólki. Magnús segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum. Hann segir að í stefnu flokksins segi að Ísland eigi ekki að skorast undan málefnum flóttafólks og bendir á að stuðningur á erlendum vettvangi falli undir það. „Í dag eru fimm milljónir palestínskra flóttamanna í heiminum og það er verið að tala um að eyða 150 milljónum í 50 einstaklinga. Það er hægt að gera svo miklu meira fyrir þessa peninga í flóttamannabúðum t.d á Gaza, Líbanon og fleiri stöðum." Magnús segir móttöku flóttamanna kalla á mikinn undirbúning en nú sé verið að biðja sveitarfélagið að svara því hvort þeir geti tekið á móti fyrri hópnum nú í sumar og þeim seinni að ári liðnu. „Velferðarkerfið á Akranesi er þanið til hins ítrasta í dag. Það eru 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Samfylkingin í Reykjavík eða Ríkisstjórnin vita ekki hvernig staðan er í sveitarfélaginu, það vitum við hinsvegar best sjálf." Hægt er að hlusta á viðtalið við Björk Vilhelmsdóttur Í bítinu hér. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
„Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sakaði Magnús um kynþáttahatur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Magnús ætlar ekki að sitja undir þessum ásökunum og hyggst hafa samband við lögmann. Björk sagði að í ljósi þess að Magnúsi hefur komið til Palestínu og kynnt sér málefni flóttafólks gæti hann ekki brugðið fyrir sig fáfræði. „Því hljóta þetta að vera aðrar hvatir," sagði Björk og var spurði í kjölfarið hvort hún ætti við kynþáttahatur. „Já,já það er bara kynþáttahatur." Aðdragandi þessara orða Bjarkar snerta hugsanlega komu 50 flóttamanna frá Palestínu hingað til lands en biðlað var til Akranesbæjar að taka á móti þeim. Magnús hefur sett spurningarmeki við komu þessara flóttamanna enda sé velferðarkerfið á Akranesi nú þegar útþanið. „Mér þætti vænt um að heyra rök fyrir þessum orðum hennar og ætla að hafa samband við lögmann vegna þeirra. Ég ætla ekkert að sitja undir því að annar stjórnmálamaður kalli mig kynþáttahatara," segir Magnús sem er til í að skoða fjárstuðning frá sveitarfélaginu á alþjóðavettvangi. „Ég er einnig til í að skoða það að taka á móti flóttamönnum en undirbúningstíminn verður að vera miklu lengri." Björk sagði einnig í morgun að Magnús væri að vinna gegn stefnu Frjálslyndaflokksins þar sem í henni kæmi fram að það eigi að taka á móti flóttafólki. Magnús segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum. Hann segir að í stefnu flokksins segi að Ísland eigi ekki að skorast undan málefnum flóttafólks og bendir á að stuðningur á erlendum vettvangi falli undir það. „Í dag eru fimm milljónir palestínskra flóttamanna í heiminum og það er verið að tala um að eyða 150 milljónum í 50 einstaklinga. Það er hægt að gera svo miklu meira fyrir þessa peninga í flóttamannabúðum t.d á Gaza, Líbanon og fleiri stöðum." Magnús segir móttöku flóttamanna kalla á mikinn undirbúning en nú sé verið að biðja sveitarfélagið að svara því hvort þeir geti tekið á móti fyrri hópnum nú í sumar og þeim seinni að ári liðnu. „Velferðarkerfið á Akranesi er þanið til hins ítrasta í dag. Það eru 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Samfylkingin í Reykjavík eða Ríkisstjórnin vita ekki hvernig staðan er í sveitarfélaginu, það vitum við hinsvegar best sjálf." Hægt er að hlusta á viðtalið við Björk Vilhelmsdóttur Í bítinu hér.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira