„Ég er enginn kynþáttahatari“ Breki Logason skrifar 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór Hafsteinsson „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sakaði Magnús um kynþáttahatur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Magnús ætlar ekki að sitja undir þessum ásökunum og hyggst hafa samband við lögmann. Björk sagði að í ljósi þess að Magnúsi hefur komið til Palestínu og kynnt sér málefni flóttafólks gæti hann ekki brugðið fyrir sig fáfræði. „Því hljóta þetta að vera aðrar hvatir," sagði Björk og var spurði í kjölfarið hvort hún ætti við kynþáttahatur. „Já,já það er bara kynþáttahatur." Aðdragandi þessara orða Bjarkar snerta hugsanlega komu 50 flóttamanna frá Palestínu hingað til lands en biðlað var til Akranesbæjar að taka á móti þeim. Magnús hefur sett spurningarmeki við komu þessara flóttamanna enda sé velferðarkerfið á Akranesi nú þegar útþanið. „Mér þætti vænt um að heyra rök fyrir þessum orðum hennar og ætla að hafa samband við lögmann vegna þeirra. Ég ætla ekkert að sitja undir því að annar stjórnmálamaður kalli mig kynþáttahatara," segir Magnús sem er til í að skoða fjárstuðning frá sveitarfélaginu á alþjóðavettvangi. „Ég er einnig til í að skoða það að taka á móti flóttamönnum en undirbúningstíminn verður að vera miklu lengri." Björk sagði einnig í morgun að Magnús væri að vinna gegn stefnu Frjálslyndaflokksins þar sem í henni kæmi fram að það eigi að taka á móti flóttafólki. Magnús segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum. Hann segir að í stefnu flokksins segi að Ísland eigi ekki að skorast undan málefnum flóttafólks og bendir á að stuðningur á erlendum vettvangi falli undir það. „Í dag eru fimm milljónir palestínskra flóttamanna í heiminum og það er verið að tala um að eyða 150 milljónum í 50 einstaklinga. Það er hægt að gera svo miklu meira fyrir þessa peninga í flóttamannabúðum t.d á Gaza, Líbanon og fleiri stöðum." Magnús segir móttöku flóttamanna kalla á mikinn undirbúning en nú sé verið að biðja sveitarfélagið að svara því hvort þeir geti tekið á móti fyrri hópnum nú í sumar og þeim seinni að ári liðnu. „Velferðarkerfið á Akranesi er þanið til hins ítrasta í dag. Það eru 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Samfylkingin í Reykjavík eða Ríkisstjórnin vita ekki hvernig staðan er í sveitarfélaginu, það vitum við hinsvegar best sjálf." Hægt er að hlusta á viðtalið við Björk Vilhelmsdóttur Í bítinu hér. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sakaði Magnús um kynþáttahatur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Magnús ætlar ekki að sitja undir þessum ásökunum og hyggst hafa samband við lögmann. Björk sagði að í ljósi þess að Magnúsi hefur komið til Palestínu og kynnt sér málefni flóttafólks gæti hann ekki brugðið fyrir sig fáfræði. „Því hljóta þetta að vera aðrar hvatir," sagði Björk og var spurði í kjölfarið hvort hún ætti við kynþáttahatur. „Já,já það er bara kynþáttahatur." Aðdragandi þessara orða Bjarkar snerta hugsanlega komu 50 flóttamanna frá Palestínu hingað til lands en biðlað var til Akranesbæjar að taka á móti þeim. Magnús hefur sett spurningarmeki við komu þessara flóttamanna enda sé velferðarkerfið á Akranesi nú þegar útþanið. „Mér þætti vænt um að heyra rök fyrir þessum orðum hennar og ætla að hafa samband við lögmann vegna þeirra. Ég ætla ekkert að sitja undir því að annar stjórnmálamaður kalli mig kynþáttahatara," segir Magnús sem er til í að skoða fjárstuðning frá sveitarfélaginu á alþjóðavettvangi. „Ég er einnig til í að skoða það að taka á móti flóttamönnum en undirbúningstíminn verður að vera miklu lengri." Björk sagði einnig í morgun að Magnús væri að vinna gegn stefnu Frjálslyndaflokksins þar sem í henni kæmi fram að það eigi að taka á móti flóttafólki. Magnús segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum. Hann segir að í stefnu flokksins segi að Ísland eigi ekki að skorast undan málefnum flóttafólks og bendir á að stuðningur á erlendum vettvangi falli undir það. „Í dag eru fimm milljónir palestínskra flóttamanna í heiminum og það er verið að tala um að eyða 150 milljónum í 50 einstaklinga. Það er hægt að gera svo miklu meira fyrir þessa peninga í flóttamannabúðum t.d á Gaza, Líbanon og fleiri stöðum." Magnús segir móttöku flóttamanna kalla á mikinn undirbúning en nú sé verið að biðja sveitarfélagið að svara því hvort þeir geti tekið á móti fyrri hópnum nú í sumar og þeim seinni að ári liðnu. „Velferðarkerfið á Akranesi er þanið til hins ítrasta í dag. Það eru 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Samfylkingin í Reykjavík eða Ríkisstjórnin vita ekki hvernig staðan er í sveitarfélaginu, það vitum við hinsvegar best sjálf." Hægt er að hlusta á viðtalið við Björk Vilhelmsdóttur Í bítinu hér.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira