Enski boltinn

Benitez hættur að hræra

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur gefið til kynna að hann ætli að hætta að hræra í byrjunarliði sínu til að reyna að viðhalda stöðugleika. Hann hefur verið gagnrýndur mikið fyrir að nota of mikið af leikmönnum á liðnum árum.

Liverpool hefur ekki tapað leik á tímabilinu og Benitez viðurkennir að hann verði líklega að reyna að halda sig við sitt sterkasta lið sem oftast til að eiga möguleika á að taka þátt í slagnum um Englandsmeistaratitilinn.

"Ég ætla ekki að gera miklar breytingar á liðinu, við höfum reynslu af því frá síðustu leiktíð. Ef einhverjir leikmenn í liðinu eru í stuði, er líklega best að láta þá spila eins og hægt er," sagði Benitez í samtali við KopTV.

"Venjulega skoðum við vel andlegt og líkamlegt ástand leikmanna og hvernig leikskipulag við viljum nota hverju sinni - og í framhaldi af því stillum við upp liðinu. En nú erum við í góðri stöðu og ég á ekki von á að breyta miklu," sagði Benitez.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.