Innlent

Alcoa leggur fram matsáætun fyrir álver á Bakka við Húsavík

Alcoa mun síðar í þessum mánuði leggja fram hjá Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna álvers á Bakka við Húsavík, með 250 þúsund tonna framleiðslugetu á ári.

Þetta kom fram á borgarafundi sem sveitarfélagið Noðrurþing stóð fyrir á Hótelinu á Húsavík í gærkvöldi Hátt í fimm hundruð manns mættu á fundinn. Stóri samkomusalur hótelsins var yfir fullur og komu gestir víða að.

Talsmenn Alcoa, Landsvirkjunar og Landsnets kynntu þar áform um uppbygginguna, allt frá orkuöflun til framleiðslu. Á fundinum kom fram mikill áhugi heimamanna á verkefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×