Innlent

Borgin greiðir KSÍ 230 milljónir vegna stúku

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að greiða KSÍ 230 milljónir króna auk vaxta og verðbóta vegna stúkumála á Laugardalsvelli.

Fram kemur í fundargerð borgarráðs að greiðslan sé reidd fram á grundvelli þegar framlagðs tilboðs vegna viðbótarkostnaðar við framkvæmdir. Fram hefur komið í fréttum að kostnaður við gerð stúkunnar hafi farið talsvert fram úr áætlun en deilt hefur verið um hver beri ábyrgð á því.

 

 

Í fundargerðinni segir einnig að lokauppgjör farI fram þegar framkvæmdasvið hefur yfirfarið lokaskýrslu KSÍ um framkvæmdina og sundurliðun vegna aukakostnaðar.

,,Borgarráð samþykkir framlagða tillögu innri endurskoðanda en leggur áherslu á að í því felst hvorki viðurkenning á þátttöku Reykjavíkurborgar í viðbótarkostnaði eða aukaverkum sem KSÍ ákvað einhliða, án samþykkis á formlega réttum vettvangi né vilyrði um viðbótargreiðslur í tengslum við yfirferð á lokaskýrslu KSÍ, um framkvæmdina sem getur bæði leitt til hækkunar eða lækkunar á ofangreindri upphæð. Er það von borgarráðs að þessi samþykkt geti innsiglað sátt milli aðila um uppgjör vegna þessarar mikilvægu framkvæmdar," segir í samþykkt borgarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×