Innlent

Grunnskólakennarar með tveggja áfanga samning í sigtinu

MYND/GVA

Kjarasamningaviðræður við grunnskólakennara eru á góðu skriði þessa dagana en samkvæmt heimildum Vísi er helst upp á borðinu núna að gera samning í tveimur áföngum.

Fyrst til eins árs og síðan yrði sá tími notaður til miklivægrar þróunarvinnu auk þess að ganga frá samningi til lengri tíma og samræma tímalengd þess samnings við aðra kjarasamninga sem sveitarfélögin gera.

Fram til þessa hafa kjaraviðræður við grunnskólakennara aldrei verið á sama tíma og viðræður við aðra viðsemjendur sveitarfélaga og stendur til að breyta því.

Hugmyndin um að gera kjarasamning í tveimur áföngum er ekki ný af nálinni í viðræðum kennara við samninganefnd sveitarfélaganna. Hún kom fyrst upp á borðið á síðasta ári skömmu eftir að samningaviðræður hófust.

Sem fyrr segir eru samningaviðræður á góðu skriði og jákvæður tónn einkennir samskipti aðila. Vísir hefur heimildir fyrir því að samningaviðræður séu það vel á skrið komnar nú að gengið verði frá samkomulagi vel fyrir skólalok í vor.

Núverandi samningar grunnskólakennara renna út í lok maí.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×