Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í eldsneytismálum 2. apríl 2008 14:32 Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Stjórnarandstaðan á Alþingi gagnrýndi í dag ríkisstjórnarflokkanna fyrir aðgerðarleysi í ljósi hækkandi eldsneytisverð.Það var Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræður við upphaf þingfundar og vakti athygli á hinum miklu mótmælum bílstjóra undanfarna daga. Benti hann á að meðalútsöluverð á bensíni hefði hækkað um 35 krónur og dísellítrinn um 44 krónur á einu ári. Það sviði mest að tekjur ríkissjóðs myndu hækka um 1,6 milljarða króna á þessu ári í formi virðisaukaskatts á eldsneyti.Höskuldur sagði almenning búinn að fá nóg, hann gæti ekki tekið við meiri hækkunum og byrðum og krefðist aðgerða. Spurði hann hvað sjálfstæðismenn hygðust gera í þessu brýnasta hagsmunamáli almennings í dag, hvort þeir ætluðu að lækka álögur á eldsneyti eða festa sig í sessi sem mesti skattpíningarflokkur sögunnar.Hægt að lækka bensín- og olíugjaldGunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að orð væru til alls fyrst. Bæði samgönguráðherra og fjármálaráðherra hefðu boðið vörubílstjórum til fundar til þess að ræða málin. Benti hann á að hækkanirnar tengdust hækkunum á heimsmarkaðsverði. Þegar bensín hefði hækkað á svipaðan hátt árið 2002 hefði ríkisstjórnin lækkað bensíngjald tímabundið um nokkrar krónar. Taldi hann ekki rétt að breyta virðisaukaskattskerfinu vegna þessa heldur frekar skoða lækkanir á bensín- og olíugjaldi.Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, benti á að með því að lækka eldsneytisverð væri verið að hafa áhrif á verðbólguna. Hana þyrfti að lækka með öllum ráðum.Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að vinna stæði nú yfir við það að breyta gjaldtöku af olíu og bensín með það að markmiði að fleiri nýttu sér umhverfisvænni kosti. Þá sagði hann fleira hvíla á herðum almennings en hátt olíuverð. Efnahagsástandið legðist einnig þungt á almenning.Skilur ekki sofandahátt ríkisstjórnarinnarSteingrímur J. Sigfússon sagðist ekki skilja hvers vegna ríkisstjórnin brygðist ekki við og lækkaði olíugjald á dísilolíu þannig að hún yrði ódýrari en bensínið. Upphaflega hafi verið stefnt að því. Sagðist hann ekki skilja þennan sofandahátt.Höskuldur Þórhallsson sagði lítils að bjóða til kaffiboðs eins og ráðherrar hefðu gert. Það væri ekki þau skilaboð sem almenningur þyrfti á að halda nú. Tími aðgerða væri runninn upp. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Alþingi gagnrýndi í dag ríkisstjórnarflokkanna fyrir aðgerðarleysi í ljósi hækkandi eldsneytisverð.Það var Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræður við upphaf þingfundar og vakti athygli á hinum miklu mótmælum bílstjóra undanfarna daga. Benti hann á að meðalútsöluverð á bensíni hefði hækkað um 35 krónur og dísellítrinn um 44 krónur á einu ári. Það sviði mest að tekjur ríkissjóðs myndu hækka um 1,6 milljarða króna á þessu ári í formi virðisaukaskatts á eldsneyti.Höskuldur sagði almenning búinn að fá nóg, hann gæti ekki tekið við meiri hækkunum og byrðum og krefðist aðgerða. Spurði hann hvað sjálfstæðismenn hygðust gera í þessu brýnasta hagsmunamáli almennings í dag, hvort þeir ætluðu að lækka álögur á eldsneyti eða festa sig í sessi sem mesti skattpíningarflokkur sögunnar.Hægt að lækka bensín- og olíugjaldGunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að orð væru til alls fyrst. Bæði samgönguráðherra og fjármálaráðherra hefðu boðið vörubílstjórum til fundar til þess að ræða málin. Benti hann á að hækkanirnar tengdust hækkunum á heimsmarkaðsverði. Þegar bensín hefði hækkað á svipaðan hátt árið 2002 hefði ríkisstjórnin lækkað bensíngjald tímabundið um nokkrar krónar. Taldi hann ekki rétt að breyta virðisaukaskattskerfinu vegna þessa heldur frekar skoða lækkanir á bensín- og olíugjaldi.Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, benti á að með því að lækka eldsneytisverð væri verið að hafa áhrif á verðbólguna. Hana þyrfti að lækka með öllum ráðum.Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að vinna stæði nú yfir við það að breyta gjaldtöku af olíu og bensín með það að markmiði að fleiri nýttu sér umhverfisvænni kosti. Þá sagði hann fleira hvíla á herðum almennings en hátt olíuverð. Efnahagsástandið legðist einnig þungt á almenning.Skilur ekki sofandahátt ríkisstjórnarinnarSteingrímur J. Sigfússon sagðist ekki skilja hvers vegna ríkisstjórnin brygðist ekki við og lækkaði olíugjald á dísilolíu þannig að hún yrði ódýrari en bensínið. Upphaflega hafi verið stefnt að því. Sagðist hann ekki skilja þennan sofandahátt.Höskuldur Þórhallsson sagði lítils að bjóða til kaffiboðs eins og ráðherrar hefðu gert. Það væri ekki þau skilaboð sem almenningur þyrfti á að halda nú. Tími aðgerða væri runninn upp.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira