Innlent

Lagði fram frumvarp um Landeyjarhöfn

Samgönguráðherra lagði í dag fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að byggð verði ferjuhöfn í Bakkafjöru á Landeyjum, en ætlunin er að ferja sigli á milli hafnarinnar og Eyja.

Fram kemur í frumvarpinu að ferjuhöfnin verði alfarið fjármögnuð úr ríkissjóði og rekin af ríkinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi þessa árs er gert ráð fyrir hafnarframkvæmdum í Bakkafjöru en höfnin mun nefnast Landeyjarhöfn.

Framkvæmdirnar eru taldar munu gjörbylta samgöngum milli lands og Eyja og allri aðstöðu á Suðurlandsundirlendinu. Samkvæmt fyrri hugmyndum gæti siglingatíminn farið allt niður í 20 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×