Innlent

Guðni segir stjórnvöld hafa sofið á efnahagsverðinum

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fella niður gjöld af eldsneyti og lækka matarskatt til að greiða niður verðbólguna. Hann segir stjórnvöld hafa sofið á efnahagsverðinum og óttast að almenningur bíði tjón af ef ekki verði gripið í taumana.

Guðni hefur farið fram á umræðu utandagsskrár á Alþingi á morgun um ástandið í efnahagsmálum. Þar vill hann að forsætisráðherra svari því til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggist taka. Guðni segir ástandið gríðarlega alvarlegt ef ekkert verði að gert.

Guðni segir mikilvægt að ríkisstjórnin bregðist við þessum tíðindum með því að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans til að sýna að haldið sé utan um krónuna svo bankakerfið komist í jafnvægi. Hann óttast að almenningur í landinu muni bíða tjón og vill að matarskatturinn verði og olíugjöld verði aflögð.

Guðni segir stjórnvöld hefðu átt að sjá þennan skell fyrir þar sem verðbólgan hefur verið of há undanfarin tvo til þrjú ár. Hún hefði þurft að grípa strax í taumana en svaf á verðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×