Innlent

Bláfjöll lokuð í dag

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað í dag vegna hvassviðris en það verður hins vegar hægt að skíða í Skálafelli. Þar verða lyftur opnar frá klukkan tíu til klukkan sex í kvöld.

Færið í Skálafelli er sagt mjög gott í troðnum skíðaleiðum. Þar er bjartviðri og sjö stiga frost í morgun og nokkur blástur neðantil í fjallinu en minnkar eftir því sem ofar dregur. Skíða- og brettaleiga er á staðnum. Rútuferðir verða frá Olís í mjódd samkvæmt áætlun kl. 12:40.

Í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar er opið frá klukkan tíu til fimm. Þar var sex stiga frost klukkan átta í morgun, hægviðri og alskýjað. Þar eru aðstæður sagðar með besta móti, nægur og góður snjór í brekkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×