Innlent

Fundu talsvert af fíkniefnum við húsleit í Hlíðunum

MYND/GVA

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöld hald á um 70 grömm af fíkniefnum við húsleit í Hlíðunum. Þar var bæði um að ræða hass og amfetamín eftir því sem fram kemur í tilkynningu lögreglu. Karl um fertugt var handtekinn vegna rannsóknar málsins.

Þá var karl á þrítugsaldri stöðvaður á Völlunum í Hafnarfirði í nótt en sá var með ætlað hass í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×