Innlent

PFS greiðir 250 þúsund fyrir almannatengslaráðgjöf

Andri Ólafsson skrifar
Hrafnkell Gíslason
Hrafnkell Gíslason

Póst- og fjarskiptastofnun gerir ráð fyrir 250 þúsund króna kostnaði án virðisaukaskatts vegna almannatengslaþjónustu sem stofnunin naut á dögunum vegna fjölmiðlaumfjöllunar um eineltismál á stofnuninni.

Þetta kemur fram í svari forstjóra stofnunarinnar við fyrispurn Vísis.

Í umfjölluninni kom fram að könnun starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins benti til þess að 20% starfsmanna teldu sig hafa orðið fyrir einelti og að á þremur árum hefði helmingur starfsmanna sagt upp störfum.

Þegar fréttir fóru að berast af þessum málum greip Hrafnkell Gíslason, forstjóri PFS, til þess ráðs að tryggja sér þjónustu almannatengslafyrirtækis.

Það var fyrirtækið GSP samskipti sem varð fyrir valinu hjá Hrafnkeli en það er fyrirtæki Gunnars Steins Pálssonar almannatengils.

„Póst- og fjarskiptastofnun kappkostar að lágmarka fastan reksturskostnað með aðkeyptri sérfræðiþjónustu þegar á þarf að halda," segir Hrafnkell í svari sínu til Vísis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×