Innlent

Ólafur Ragnarsson látinn

Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi og fyrrverandi fréttamaður, er látinn 63 ára að aldri.

Ólafur lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi síðdegis í gær en hann þjáðist af MND-sjúkdómnum. Ólafur varð landsmönnum vel kunnugur á fyrstu árum Ríkissjónvarpsins þar sem hann starfaði við dagskrárgerð og sem fréttamaður frá árinu 1966 til 1976. Þá tók hann við ritstjórn dagblaðsins Vísis og ritstýrði því til ársins 1980.

Ólafur stofnaði ásamt eiginkonu sinni bókaforlagið Vöku árið 1984 og var framkvæmdarstjóri þess til ársins 2000 og átti stóran þátt í að hefja veg og virðingu Halldórs Laxness upp á nýjan leik.

Á síðasta ári kom út bók Ólafs, Til fundar við skáldið, þar sem hann dró upp mynd af Halldóri sem hann byggði á samtölum sínum við hann og er þar líklega að finna síðustu óbirtu samtölin við nóbelsskáldið. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Elíns Bergs. Saman áttu þau tvo syni og sex barnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×