Innlent

Telur koma til greina að tengja krónu við evru

MYND/Pjetur

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra telur koma til greina að tengja krónuna við evru. Þetta sagði hann eftir ríkisstjórnarfund í morgun þar sem hann var spurður um gengisfall krónunnar að undanförnu og hækkunn stýrivaxta Seðlabankans í byrjun vikunnar.

Björgvin tók fram að tenging við evru hefði ekki verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og þá sagðist hann telja ákvörðun Seðlabankans að hækka vexti hefði verið rétt. Þetta hafi verið það eins sem hægt var að gera til þess að rétta krónuna við.

Aðspurður um hvaða skilaboð hann hefði til almennings í landinu vegna efnahagsástandsins sagði Björgvin að hér kæmi margt til, þar á meðal erfiðleikar á alþjóðlegum mörkuðum. Það þyrfti hins vegar þrautseigju til þess að takast á við ástandið.

Einhverjir ráðherrar munu enn sitja á ríkisstjórnarfundi í Ráðhúsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×