Innlent

Ökumenn í vandræðum vegna hálku og hvassviðris á Hellisheiði

Nokkrir ökumenn lentu í vandræðum á Hellisheiði og í þrengslum í gærkvöldi vegna mikillar hálku og hvassviðris. Lögregla kom þeim til aðstoðar en ekki þurfti að kalla út hjálparsveitir.

Vöruflutningabílar komust til dæmis ekki upp í Þrengslin sunnanmegin, nema að þeir væru keðjaðir og í vindhviðum misstu ökumenn alla stjórn á bílum sínum. Engan sakaði og upp úr miðnætti lægði veðrið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×