Innlent

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli mótmæla ákvörðun ráðuneytis

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli sendur frá sér ályktun í gærkvöldi að loknum fundi sínum, þar sem þeir mótmæla einhliða ákvörðun dómsmálaráðuneytisins er varðar upplausn sameinaðs löggæsluembættis á Suðurnesjum.

Sjá þeir engar efnislegar eða fjárhagslegar ástæður fyrir þessari ákvörðun og óttast þau áhrif, sem ákvörðunin getur haft á hinn góða starfsanda og frábæra árangur, sem undanfarin ár hefur einkennt embætti Jóhanns R. Benediktssonar lögreglu- og tollstjóra.

Þá óttast þeir að fíkniefnaeftirlit, tollaeftirlit, eftirlit með innflutningi á vopnum og örðum ólöglegum varningi verði óskilvirkari og versni í kjölfar þessara breytinga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×