Innlent

Söfnun hafin til handa Bylgju

Bylgja Hafþórsdóttir ásamt dóttur sinni.
Bylgja Hafþórsdóttir ásamt dóttur sinni.

„Ég veit varla hvernig ég á að vera, þetta er alveg ótrúlegt," segir Bylgja Hafþórsdóttir sem missti heimili sitt eftir að í því kom upp myglusveppur og rífa þurfti húsið.

Hún segist vart eiga til orð til að lýsa tilfinningum sínum eftir að hún frétti af því að búið væri að hefja söfnun henni til styrktar. Söfnunin kemur í kjölfar greinar sem Bylgja skrifaði í Morgunblaðið í vikunni en hún vakti mikla athygli landans.

Í greininni lýsti Bylgja fjárhagslegum aðstæðum sínum eftir að í ljós kom að tryggingafélagið hennar neitaði að bæta henni tjónið sem varð þegar hún missti heimili sitt. Hún skuldar enn meira en 10 milljónir af húsi sem ekki lengur er til.

Bylgja segist vart eiga orð til að lýsa viðbrögðunum sem hún hefur fengið síðan hún skrifaði greinina. Fjöldinn allur af fólki hafi haft sambandi til að lýsa yfir stuðningi, meðal annars einn laganemi sem lýsti yfir áhuga á að rannsaka mál hennar nánar.

Í gær bárust svo fréttir af því að söfnun væri hafin henni til styrktar.

„Ég er afar þakklát fyrir þessu ótrúlegu viðbrögð. Þetta er búið að vera alveg frábært. Svona hlýhugur gefur mér mikinn styrk," segir Bylgja.

Það var Vísisbloggarinn Arndís Ásta Gestsdóttir sem átti frumkvæðið að því að hefa söfnun til handa Bylgju. Bloggið hennar má lesa hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×