Innlent

Eftirlýstur maður handtekinn

Tomasz Krzysztof Jagiela sem lögreglan lýsti eftir í gær í tengslum við ofbeldismálið í Keilufelli var handtekinn í Keflavík í morgun.

Jagiela, sem er 28 ára gamall pólskur ríkisborgari, er grunaður um að hafa ásamt nokkrum öðrum farið inn í hús í Keilufelli og misþyrmt þar hópi Pólverja með bareflum um helgina.

Eftir handtökuna á Jagiela eru sex menn í haldi lögreglu vegna árásarinnar, fimm Pólverjar og einn Lithái.

Í gögnum lögreglu kemur fram að þeir hafi notað steypustyrktarjárn, rörbúta og gaddakylfur í árásinni.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×