Innlent

Mjólk hækkar á næstunni

Búast má við að mjólk og mjólkurafurðir hækki talsvert á næstunni eftir að Verðlagsnefnd búvara samþykkti á fundi sínum í gær hækkun til framleiðenda, eftir því sem fram kemur í Morgunblaðinu. Það þýðir að neytendur verða að taka þá hækkun á sig. Ekki verður greint frá niðurstöðunni fyrr en í dag, en kunnugir telja að mjólkurlítirnn kunni að hækka um eitthvað á bilinu fimm til tíu krónur. Eins og fram hefur komið hefur verð á erlendum aðföngum til búrekstrar , eins og á áburði og kjarnfóðri, hækkað mikið að undanförnu og hækkað framleiðslukostnaðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×