Innlent

Teknir með milljónir í ferðatöskum í Leifsstöð

Tveir erlendir karlmenn voru handteknir í Leifsstöð í gær með milljónir íslenskra króna í ferðatöskum. Talið er að þeir hafi ætlað að smygla peningunum úr landi en þá tóku þeir út úr hraðbönkum hér á landi um páskana. RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum sínum.

Þar sagði að mennirnir hafi verið á leið til Lundúna þegar þeir voru stöðvaðir af lögreglu. Talið er að þeir hafi afritað kreditkort erlendis og notað þau til að taka út peningana hér á landi. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×