Innlent

Heift og hættuleg vopn í Keilufelli

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveim þeirra sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn í hús í Fellahverfi á laugardaginn síðasta vopnaðir bareflum og lúskrað á sjö Pólverjum sem þar voru.

Mennirnir, Pólverji og Lithái, verða í gæsluvarðhaldi til 16 apríl næstkomandi.

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að í bílnum sem mennirnir voru handteknir í skömmu eftir árásinu hafi fundist blóðug sleggja, blóðugt steypustyrktarjárn, rörbútur og tveir hnífar.

Þá segir einnig að enginn vafi leiki á að árásarmennirnir hafa gengið fram gegn árásarþolunum af mikilli heift með stórhættulegum vopnum.

Klukkan sex í dag verður tekin ákvörðun um hvort Pólverjinn sem handtekinn var vegna málsins í gær verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá hefur enn ekkert spurst til Tomasz Krzysztof Jagiela sem lögreglan lýsti eftir í dag vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×