Innlent

Eigandinn á Bergstaðastræti: Útigangsfólk hafði ekkert leyfi

Húsið á Hverfisgötu 16 var flutt þangað af Hverfisgötu 44.
Húsið á Hverfisgötu 16 var flutt þangað af Hverfisgötu 44.

Þorsteinn Pálsson, einn eigenda BBH byggingafélags sem á lóðina að Bergstaðastræti 16, segir það koma sér algjörlega í opna skjöldu ef útigangsfólk haldi til í gámi á lóðinni eins og greint hefur verið frá í dag. Hann segir það ekki rétt sem haldið hefur verið fram að útgangsfólkið hafi dvalið þar með sínu leyfi.

„Ef einhver hefur verið í þessum vinnuskúr þá er það bara innbrot, það er ekkert flóknara en það. Það hefur enginn gefið neinum leyfi til þess að dvelja þarna í þessum gámI," segir Þorsteinn.

Kári Halldór Þórsson, íbúi við Bergstaðastræti, sagði Vísi í dag að lögregla hefði sagt sér að útigangsfólkið sem héldi til á lóð númer 16 væri þar með leyfi eigenda.

Þetta segir Þorsteinn vera með ólíkindum. „Ég skil ekkert í lögreglunni að vera að segja þetta við manninn. Hún hefur alla vega ekki haft samband við mig málsins," segir Þorsteinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×