Erlent

Fjölbýlishús hrundi í Álasundi

Fimmtán manns slösuðust og fimm er saknað eftir að fjölbýlishús hrundi í bænum Álasundi í Noregi í nótt. Ekki er vitað hvað olli því að byggingin hrundi.

Svæðið umhverfis hana hefur nú verið girt af og hús í nágrenninu hafa verið rýmd vegna gruns um gasleka. Þá hefur verið óskað eftir aðstoð frá björgunarsveitamönnum.

Yfirmaður úr norsku lögreglunni segir að talið sé að um tuttugu manns hafi verið inni í byggingunni þegar hún hrundi. Hann sagði jafnframt að þegar væri búið að flytja 15 manns á slysadeild til eftirlits, en enginn þeirra væri alvarlega slasaður. Hins vegar ætti enn eftir að finna fimm manns.

Lögreglan segist ekki vita hvar þessir fimm séu niður komnir eða hvort þeir hafi verið inni í byggingunni. Hafi þeir verið inni í byggingunni er talið ólíklegt að þeir finnist á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×