Erlent

Segist ekki hafa ætlað að myrða Westergaard

Dönsk blöð endurbirtu Múhameðsmynd Kurts Westergaards eftir að upp komst um áform um að ráða hann af dögum.
Dönsk blöð endurbirtu Múhameðsmynd Kurts Westergaards eftir að upp komst um áform um að ráða hann af dögum.

Annar Túnismannanna, sem grunaðir eru um að lagt á ráðin um að myrða danska teiknarann Kurt Westergaard vegna Múhameðsteikningar hans, segir að danska leyniþjónustan hafi aldrei yfirheyrt hann vegna málsins.

Í samtali við TV2 í Danmörku segir maðurinn að hann hafi aðeins fengið þær upplýsingar að honum yrði vísað úr landi vegna gruns um aðild að málinu. Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum, landa sínum og Dana af marokkóskum uppruna, um miðja febrúar vegna málsins en þeim síðastnefnda hefur nú verið sleppt.

Danska leyniþjónustanm hefur ekki lagt fram neinar sannanir í málinu og Túnisinn sem sjónvarpsstöðin ræðir við hafnar allir aðild að málinu. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi en hann var áður búsettur í Gellerup-hverfinu í Árósum þar sem hann hefur stundað nám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×