Erlent

Kínverjar fordæma mótmælaaðgerðir

Mótmælandi handtekinn við athöfnina í gær.
Mótmælandi handtekinn við athöfnina í gær. MYND/AP
BEIJING (Reuters) Kínversk stjórnvöld fordæmdu í dag mótmælaaðgerðir stuðningsmanna Tíbets sem trufluðu kyndilkveikjuathöfn Ólympíuleikanna sem fram fór í Grikklandi í gær. „Ólympíueldurinn er táknmynd hins göfuga í mannkyninu og fallegra hugsjóna, hver sá sem gerir tilraun til að spilla slíku tákni er fyrirlitlegur og þarfnast hjálpar," sagði Qin Gang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins og lét auk þess þau orð falla að skömmin væri ekki Alþýðulýðveldisins Kína heldur þeirra sem þarna hefðu verið að verki. Það hefði verið von kínversku þjóðarinnar að ferðalag kyndilsins um heiminn fram að leikunum yrði tákn samheldni. Ólympíuleikarnir hefjast í Kína 8. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×