Erlent

Íraski herinn berst við uppreisnarmenn í Basra

Harðir bardagar hafa geisað í Basra milli íraska hersins og uppreisnarmanna Sjía eftir árás þúsunda íraskra hermanna í morgunsárið. Nouri Maliki forsætisráðherra Íraka er í Basra og stjórnar aðgerðunum, einungis degi eftir að hann kom þangað í heimsókn og hét þess að taka aftur upp lög. Á fréttavef BBC segir að vitni hafi greint frá miklum reyk, sprengingum, skriðdrekum og stórskotaliði.

Stríð um yfirráð yfir Basra sem er rík af olíu stendur yfir milli vopnaðra hópa, þar á meðal hins valdamikla Mehdi hers samkvæmt fréttaskýrendum.

Adam Brookes fréttaritari BBC segir að þrjár herdeildir hafi verið sendar frá Bagdad til Basra til að styðja við aðgerðina í dag, og að allt að 15 þúsund hermenn taki þátt í henni. Breski herinn sem afhenti Írökum völdin að Basra í desember tekur ekki þátt í aðgerðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×