Stærstur hluti skulda þjóðarbúsins hjá fjármálastofnunum 4. mars 2008 15:31 MYND/Vilhelm Stærstur hluti skulda þjóðarbúsins eru skuldir fjármálastofnana sem fengið hafa frelsi til þess að athafna sig, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í utandagskrárumræðu um stöðu efnahags-, atvinnu- og kjaramála á Alþingi í dag. Það var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sem var upphafsmaður umræðunnar og gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir aðgerðarleysi í efnahagsmálum. Benti hann á að mikil þensla hefði verið hér á landi undanfarin ár og að hún hefði einkennst af erlendri lántöku til neyslu. Skuldir hefðu hlaðist upp og Íslendingar hefðu ekki átt fyrir fjórðu hverri krónu sem þeir hefðu eytt. Aðeins Seðlabankinn hefði reynt að halda aftur af verðbólgu í landinu og keyrt vexti upp en vandinn sem menn stæðu frammi fyrir nú væri að mestu leyti heimatilbúinn. Stjórnvöld hefðu efnt stórveislu undir nafninu góðæri og flottræfilsháttur og bruðl hefði komist í tísku. Spurði Steingrímur hvar gagnrýnin fjölmiðlun og hugsandi fræðimenn hefðu verið á meðan á þessu stóð og spurði hvort enginn skammaðist sín núna fyrir að hafa fagnað samsærinu um góðærið mikla. Steingrímur benti á að á árunum 2004-2007 hefðu hreinar skuldir þjóðarbúsins af vegri landsframleiðslu farið úr 100 prósentum í 220 prósn. Á valdatíma sjálfstæðismanna frá árinu 1991 hefði erlendar skuldir þjóðarbúsins farið úr þriðjungi af landsframleiðslu í það að vera rúmlega tvöföld landsframleiðsla. Það væri öll snilldin í efnahagsstjórninni.Þá sagði Steingrímur fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnir ekki vilja taka á vandanum en stjórnvöldum dytti helst í hug að fara í ímyndarherferð eftir árangurslausan fund með forsvarsmönnum fjármálalífsins á dögunum. „Það mætti kannski nota bjórauglýsinguna Ísland - best í heimi," sagði Steingrímur.Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ræðu Steingríms mikinn reiðilestur. Sagðist Geir hafa heyrt hann nánast allan þann tíma sem hann hefði verið á þingi, í 21 ár. Benti Geir á að þegar boðað hefði verið til utandagskrárumræðunnar hefði verið ósamið á almennum vinnumarkaði. Steinrímur hefði ekki vikið einu orði að kjaramálunum enda búið að semja og atbeini ríkisstjórnarinnar lægi fyrir.Stöðugleiki í efnahagsmálum meginmarkmið ríkisstjórnarinnarUm skuldir þjóðarbúsins sagði Geir að þær væru að stærstum hluta skuldir fjármálastofnana sem fengið hefðu frelsi til að athafna sig. Þær hefðu tekið lán í útlöndum og endurlánað hér eða erlendis. Þá minnti Geir á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga á dögunum en þar hefði komið fram stöðugleiki í efnhagsmálum væri meginmarkmið ríkisstjórnarinnar. Það yrði að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og hóflegar launahækkanir hefðu verið niðurstaða samninganna.Þá benti Geir á að það væri að hægjast um í efnahagslífinu þótt vissulega bærust tíðndi af hækkandi olíuverði og matvælaverði. Eftir þann kúf sem fram undan væri í verðlagsmálum teldu menn að verðbólgan myndi lækka. Forsætisráðherra sagði áfram óvissu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem myndi smitast hingað en það tengdist skorti á lánsfé. Sá vandi einskorðaðist ekki við Ísland heldur hefðu hlutabréf lækkað um allan heim. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Stærstur hluti skulda þjóðarbúsins eru skuldir fjármálastofnana sem fengið hafa frelsi til þess að athafna sig, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í utandagskrárumræðu um stöðu efnahags-, atvinnu- og kjaramála á Alþingi í dag. Það var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sem var upphafsmaður umræðunnar og gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir aðgerðarleysi í efnahagsmálum. Benti hann á að mikil þensla hefði verið hér á landi undanfarin ár og að hún hefði einkennst af erlendri lántöku til neyslu. Skuldir hefðu hlaðist upp og Íslendingar hefðu ekki átt fyrir fjórðu hverri krónu sem þeir hefðu eytt. Aðeins Seðlabankinn hefði reynt að halda aftur af verðbólgu í landinu og keyrt vexti upp en vandinn sem menn stæðu frammi fyrir nú væri að mestu leyti heimatilbúinn. Stjórnvöld hefðu efnt stórveislu undir nafninu góðæri og flottræfilsháttur og bruðl hefði komist í tísku. Spurði Steingrímur hvar gagnrýnin fjölmiðlun og hugsandi fræðimenn hefðu verið á meðan á þessu stóð og spurði hvort enginn skammaðist sín núna fyrir að hafa fagnað samsærinu um góðærið mikla. Steingrímur benti á að á árunum 2004-2007 hefðu hreinar skuldir þjóðarbúsins af vegri landsframleiðslu farið úr 100 prósentum í 220 prósn. Á valdatíma sjálfstæðismanna frá árinu 1991 hefði erlendar skuldir þjóðarbúsins farið úr þriðjungi af landsframleiðslu í það að vera rúmlega tvöföld landsframleiðsla. Það væri öll snilldin í efnahagsstjórninni.Þá sagði Steingrímur fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnir ekki vilja taka á vandanum en stjórnvöldum dytti helst í hug að fara í ímyndarherferð eftir árangurslausan fund með forsvarsmönnum fjármálalífsins á dögunum. „Það mætti kannski nota bjórauglýsinguna Ísland - best í heimi," sagði Steingrímur.Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ræðu Steingríms mikinn reiðilestur. Sagðist Geir hafa heyrt hann nánast allan þann tíma sem hann hefði verið á þingi, í 21 ár. Benti Geir á að þegar boðað hefði verið til utandagskrárumræðunnar hefði verið ósamið á almennum vinnumarkaði. Steinrímur hefði ekki vikið einu orði að kjaramálunum enda búið að semja og atbeini ríkisstjórnarinnar lægi fyrir.Stöðugleiki í efnahagsmálum meginmarkmið ríkisstjórnarinnarUm skuldir þjóðarbúsins sagði Geir að þær væru að stærstum hluta skuldir fjármálastofnana sem fengið hefðu frelsi til að athafna sig. Þær hefðu tekið lán í útlöndum og endurlánað hér eða erlendis. Þá minnti Geir á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga á dögunum en þar hefði komið fram stöðugleiki í efnhagsmálum væri meginmarkmið ríkisstjórnarinnar. Það yrði að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og hóflegar launahækkanir hefðu verið niðurstaða samninganna.Þá benti Geir á að það væri að hægjast um í efnahagslífinu þótt vissulega bærust tíðndi af hækkandi olíuverði og matvælaverði. Eftir þann kúf sem fram undan væri í verðlagsmálum teldu menn að verðbólgan myndi lækka. Forsætisráðherra sagði áfram óvissu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem myndi smitast hingað en það tengdist skorti á lánsfé. Sá vandi einskorðaðist ekki við Ísland heldur hefðu hlutabréf lækkað um allan heim.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira