Innlent

Mikill erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu

MYND/Hari

Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sjö gistu fangageymslur vegna ölvunar og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun. Þá voru fimm árekstrar frá miðnætti, en engin slys urðu á fólki.

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þann þriðja vegna gruns um ölvunarakstur. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×