Enski boltinn

Carragher aðvaraður af lögreglu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carragher er skapheitur.
Carragher er skapheitur.

Jamie Carragher, varafyrirliði Liverpool, var handtekinn fyrir að missa stjórn á skapi sínu þegar hann var á leið til æfingar hjá Liverpool. Vitni hringdi í lögreglu og tilkynnti að tveir menn væru að rífast heiftarlega við umferðargötu.

Carragher var annar þessara manna og viðurkenndi hann fyrir lögreglunni að hafa farið yfir mörkin þegar hann var látinn svara til saka. Atvikið átti sér stað á þriðjudaginn.

Að öllum líkindum mun Carragher sleppa með aðvörun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×